Ég loka mig af inní herbergi og ég sem aðallega riff núna þótt ég sé trommari og spila ekkert svakalega mikið á gítar. En já…ég vil ekki hafa riffin týpísk og ég reyni að vera með skrýtnar takttegundir, óhefðbundnar nótur og þagnir á flottum stöðum,en ég passa mig að gera ekki allt of mikið af því. Mér finnst líka gaman að skipta um taktegundir í riffinu og trommurnar undir skiptast á að vera í beatinu og offbeat. Mjög gott dæmi um það er lagið The Ocean með Zeppelin. Svona sem ég lög og...