2.kafli- Gríman Nicholas stóð í efsta stigapallinum sem lá niður í danssalinn,, ásamt Rubert og Mariu. Hann var innilega glaður fyrir hönd vinar síns að hafa loksinns fundið sér konu sem hann elskaði. Hann leit yfir salinn, yfir hundrað manns, öll klædd í fagurlega skreytta grímubúninga. Hann andaði djúpt áður en hann gekk hægt niður stigann. Innan um alla þessa búninga var erfitt að átta sig á því hvort hann þekkti einhvern. Hann sá Georg Huffelopp, sem í kvöld var hann klæddur sem dreki,...