Jæja krakkar, áhugamálið Geimvísindi stóð sig ágætlega í tölunum síðasta mánuð, og var í 71. sæti yfir mest sóttu áhugamálin. Það finnst mér býsna gott, við höfum hækkað á listanum um 11 sæti síðan í október, og 15 sæti síðan í september. Ekki slæmt, ha? Enda komu heilar 7 greinar inn í mánuðinum, og ég er ekki viss hvort það hafi nokkurn tímann gerst áður. Mjög ánægð með ykkur. Meðaltalið yfir stöðu áhugamálsins árið 2006 var 86. sæti. Einnig minni ég á greinasamkeppnina, hægt er að lesa...