Halló, ég hef mikinn áhuga á að búa til stuttmyndir með svona leirköllum. Hef búið til nokkrar, og þá notaði ég bara stafræna myndavél og tók eina og eina mynd og setti svo saman í Windows Movie Maker. Málið er að WMM er algjört drasl forrit, t.d. er ekki hægt að hafa hvern ramma styttri en 1,20 sek sem er eiginlega fáránlega langt. Getiði mælt með einhverjum öðrum forritum, sem er helst hægt að fá frítt á netinu?