Það er ágætt að fá smá útrás fyrir uppsafnaða biturð og pirring hér í nöldrinu. Þannig er það, að ég er búin að hafa bílpróf í mánuð eða svo. Ég má samt ekki keyra neitt, þó ég hafi náð bílprófinu í fyrstu tilraun, og að ég eigi fínasta bíl, alveg skuldlausan. Sama hvernig viðrar, foreldrar mínir leyfa mér ekki að keyra neitt, nema bara rúnta innanbæjar. Ég má ekki keyra til næsta bæjar, sem er tæpan klukkutímaakstur í burtu, og ég má helst ekki keyra til vinkonu minnar sem býr 11 kílómetra...