Mamma mín fór fyrir ári síðan til Bandaríkjanna með hópi af fólki. Með þeim í fluginu var ung kona með tvo lítil börn (annað bara ungabarn) sem var að fara út til mannsins síns sem fór þangað á undan, því þau voru að flytja. Allavega, held þið vitið nú hvað þetta flug er langt og leiðinlegt, bið í flugvélina og svo aftur þegar úr henni er komið. Hún, ein, með tvo smákrakka sem voru augljóslega orðnir þreyttir og pirraðir. Fólkið í þessum hóp með mömmu var búið að reyna að hjálpa henni með...