Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Tilgangurinn góði!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Skemmtileg pæling, út frá henni finnst mér eðlilegt að gera greina á milli Tilgangurinn með stórum staf og ákveðnum greini og tilgangur með litlum staf, óákveðið. Munurinn á þessu tvennu er fánýtið. Allt sem við gerum hefur fólgið í sér tilgang eins og þú bendir á, en spurningin snýst þá um hversu fánýtur sá tilgangur er eða hvers eðlis hann. Með Tilgangi lífsins erum við hins vegar að tala um æðri tilgang sem réttlætir tilvist heimsins, sköpunarverksins. Er slíkur tilgangur til? M.

Re: Geðþótti guðs

í Heimspeki fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Sé út í það farið, þá má kannski einmitt líkja lögmálum Guðs í biblíunni við handbók, fremur en lögmál í eðlisfræðilegum skilningi, þ.e. lögmál eðlisfræðinnar eru skilyrt, en lögmál biblíunnar eru vildarlögmál í þeim skilningi að þau eru ekki skilyrt, okkur er frjálst að hlýða þeim. Lögmálin eru þannig í sama flokki og leikreglur, þau bæði skilgreina leikinn og hafa jafnframt það markmið að hann gangi sem best fyrir sig. Samfélag sem fylgir Lögmálinu er þannig sérstaklega skilgreint...

Re: Lífsmunstrið.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ágætis orð hjá þér, umrót. Orðið “lagskipting” (e. strata) er notað yfir félagsmunstur. Reyndar vísar það á hópa en ekki einstaklinga, en umrót er einmitt það sem “gárar” upp drullupollinn og fær setið til að þyrlast upp og setjast aftur. Það versta við það er síðan að einstaklingarnir hafa tilhneigingu til að setjast í sömu lög aftur, eftir umrótið. Gildir sama í drullupollinum, sandkornin hafa tilhneigingu til að lagskiptast eins þegar kyrrð er komin á umrótið og þau setjast.

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Gthth: Mannkynið hefur verið að hugsa í þúsundir ára, því er að það að oftast er maður að finna upp sólina með innsæi sínu. Það á ágætlega við í mínu tilfelli. Innsæi mitt sagði mér að Ekkert hlyti að vera frumsenda rökfræðinnar á sama hátt og punktur er frumsenda rúmfræðinnar. Ég hef því miður lítið lært í formlegri rökfræði og stærðfræði, enda oft ekki talið nauðsynlegt fyrir þá fræðigrein sem ég valdi mér. Með því leit á vefnum komst ég að því að svokölluð ZF mengjasetning gengur út frá...

Re: Kerfisbundin kássa

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Very: Mér sýnist nú mest af þessum hugleiðingum vera skv. bókinni. Popcorn tengir þær hins vegar skemmtilega saman til að fá út nýja hugsun eða kannski réttara að takast á gömlu vandamálin með hugmyndastefnu hins skipulagða kaós eins og Stuðmenn sungu um árið. Það sem mér finnst kannski vanta inn í er sjónarhorn stýrifræðinnar. Hún skýrir hvernig kerfin leita jafnvægis og hvers konar jafnvægisástandi þau ná. Afhverju sum kerfi eru öflugri en önnur við að ná jafnvægi? Hér er auðvitað tilefn...

Re: Reikningsdæmi(confusing)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Skýringin er einfaldlega sú að vikapilturinn stal þessum 2 krónum.

Re: Kerfisbundin kássa

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
hvurslags… flöskuhálsinn er auðvitað miklu flóknari en þessi nokkur atriði sem ég nefndi. Það eru t.d. flöskuhálsar í öllu framleiðsluferlinu, markaðsferlu og sjálfu þróunarferlinu. Að hluta til eru þessir flöskuhálsar vegna þess að kerfið er ekki samstillt, það er svolítil kássa. En um leið líka kerfisbundin samkeppni sem hindrar suma um að komast að og hyglir öðrum, ekki endilega vegna þess að þeir fyrr nefndu eru með verri vöru en hinir síðar nefndu, heldur miklu fremur vegna þess að...

Re: Kerfisbundin kássa

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
popcorn / hvurslags: Ég er sammála popcorn í því að mannfélagið er ekki óreiðukennt. Það eru sjálfsagt til ferli í mannfélaginu sem eru óreiðuferli, en það eru líka til línuleg þróunarferli og regluleg þróunaferli. Síðan höfum líka stökkbreytingar sem má kannski flokka undir sköpunarferli. Hér má t.d. benda á þróun upplýsinga- og samskiptatækni. Um þessar mundir er þróun örgjörvans línuleg, örgjörvahraðinn hefur tvöfaldast að jafnaði á um tveimur árum. Sú þróun er nokkuð fyrirséð. En...

Re: Kerfisbundin kássa

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég óttast svoldið þessar hugmyndir sem eru nýlega farnar að ryðja sér til rúms aftur að stríð séu eðlileg. Má vera að stríð hafi verið eðlilegur þáttur í þróunninni. Í dag yrði stórstríð katastrófa og þá einmitt vegna þess að mannvistkerfið er líkt og annað vistkerfi. Þróað vistkerfi eins og í Amazon svæðinu er nær allt lífefnið komið í vistkerfið sjálft, en jarðvegur er soginn öllum næringarefnum. Efnaskiptin eru mjög ör í þessu kerfi, lífveran er rétt dáin þegar lífefni hennar eru kominn á...

Re: Kerfisbundin kássa

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Skemmtileg grein og gaman hvernig þú heldur röklegum þræði í þessum flóknu málum. Vil þó benda á nokkur atriði sem gætu skipt máli. Varðandi mannfélög og önnur kerfi er nauðsynlegt að taka boðskipti inn í myndina. Eftir því sem þéttnin eykst því örari verða boðskiptinn og taka á sig ákveðna mynd sbr. tungumálið. Stríð og plágur virðast ekki halda niðri mannfjölda, heldur þvert á móti, í kjölfar stríða og mikilla mannfalla verða mannfjölgunarsprengur. Síðan má líka benda á að mannkynið mun...

Re: o

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sæll, ég er ekki að svara þessu, heldur datt mér í hug að möguleg fullkominn kúla byggist á sveigðri línu. Línan er sveigð í kringum einn þyngdarpunkt og umlykur hann sem hringur. Skv. skilgreiningu liggja allir punktar línunnar óendanlega þétt upp að hver öðrum. M.

Re: Var trúin fundin upp?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nei þetta er ekki bull hjá þér. Hins vegar verðum við að gera greinarmun á trú og trúarbrögðum og þá er ég ekki að tala um trú í merkingunni að treysta á e-ð sbr. dæmið með læknin. Ég er að tala um trú á e-ð yfirskilvitlegt. Til eru margir sem segjast hafa upplifað sérstaka trúarreynslu. Þessi reynsla getur vissulega dregið dám af þeim trúarbrögðum sem fólkið aðhyllist en að grunni til er þetta lífeðlisfræðilegt fyrirbæri sem tengist mjög oft ákveðinni tegund af flogaveiki. M.

Re: Hvernig allt skiptir einhverju máli

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Mjög skemmtileg spurning. Ég er samt ekki svo viss um að Chan Whaui, hafi áhrif á líf mitt vegna þess að hann er til í vitund fólks sem hann umgengst. Áhrif hans eru miklu fremur hlutbundinn fremur en huglæg. Spurningin er því hversu lengi “áhrifabylgja” Chans er að berast til mín. Sérstaklega er áhugaverð spurningin hvort það sé einhver hámarksdreifingartími. Ég býst við að það geti gerst að það getur komið upp sú staða að hann hafi engin áhrif á líf mitt. Þannig að ég er ég getur verið...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
æ,æ, afhverju er þetta svona erfitt. Ég er ekki heldur að halda því fram að óvera sé ekki möguleg, en hún er samt eitthvað og það gerir þessa dæmalausu þversögn sem felst í hugtakinu. Um leið og það er orðið að óveru þá umbreytist það samtímis. Óveran er fullkomlega óstöðug. Í þeim skilningi er hún ekki rökfræðilega ómöguleg, hún er í sjálfu sér, tómamengið sem er íbúi er sjálfu sér, er það þá tómt? Annars sé ég að þetta gengur ekkert hjá okkur og lét ég því málið niður falla. M.

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
gthth: varðandi óveruna (ekkert), þá lendir Russell í mesta brasi með það. Hann afgreiðir það með því að segja “nothing is always something” og hálfpartinn sópar því undir teppið. Ég kom að þessu vandamáli eftir öðrum leiðum en Russell, ég var að fást við goðsagnagreiningu Léwy Strauss og smætt hans að mótsögninni [líf:dauð]. Með lestri á Russell komst ég að því að það mætti smætta þessa mótsögn niður í eitt hugtak [ekkert]. Hugtakið sjálft er sín eigin mótsögn (vil taka það fram að ég er...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
gthth: við erum ekki að ræða felda. við erum að ræða total ekkert. heim þar sem er bara eitt tómamengi. við erum ekki að ræða “ekki vatn”, “ekki snjór” osfrv. við erum bara að ræða heim sem er eitt tómamenga, það er ekkert. ég vona að þú áttir þig á að það er eitthvað, jafnvel þá, það er eitt tómamengi. það verður alltaf að vera til staðar. p.s. var að vísa í kennarana þína til að sjá þig beita þá fyrir þig sem skildi. er það ekki að nýta sér kennivald? :) M.

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
gththt: auðvitað er það hreint ofbeldi að vísa í kennivald, sem ég á auðvitað ekki að gera, en stundum finnst mér nauðsyn að gefa spark. Ég veit bara ekki hvernig ég á að fara að því að benda þér á að í “engu” felst rökleg mótsögn sem gengur ekki upp “ef og aðeins ef ekkert er til”. Fullyrðingin “ekkert er til” er því röng hvernig sem á hana er litið því ber að hafna henni. Rökfræðin einfaldlega bannar að “ekkert sé til, ef og aðeins ef bara ekkert er til”. Ég get ekkert gert af því þótt...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
gthth: lestu Bertrand Russell og hvað hann segir um ekkert, dragðu síðan ályktanir af því.

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Tannbursti: Þú segir að ekkert sé andhverfan á öllu. Ég er þér sammála og það má tákna þá andhverfu t.d. með rithættinum 0^-1 (1/0). Í flestum reiknivélum færðu út villuboð en í öðrum færðu upp “infinity integer” eða óendanleg heiltala. Andhverfan af einum er 1^-1 (1/1), af tveimur 2^-1 (1/2) osfrv. Stærðfræðilega má því vel setja þessa hugsun fram með rithættinum allt=ekkert^-1 Það sem meira er að ef það er ekkert nema (ekkert) til þá getur (ekkert) ekki verið neitt annað en andhverfan sín...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Tannbursti: Hugsaðu þig aðeins betur um… Aðalatriðið hér er að benda á að hugtakið Ekkert felur í sér þversögn sem felur í sér að það gengur ekki upp. Samt virðist þessi þversögn vera ákveðið grundvallar atriði sem allt annað byggist á. Þegar þú segir “Ekkert er ekki til” þá má vera að við séum kannski að segja sama hlutinn, þ.e. rökfræðilega gengur það ekki upp að einhvern tíma hafi ekkert verið til. Heimurinn getur ekki annað en verið til, það er rökfræðileg nauðsyn að heimurinn sé til þar...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Fyrirgefið þetta er minn klaufaskapur. Ég er að setja punkt og ekkert fram sem hliðstæður og gera um leið tilraun til að skilgreina þau útfrá hvort öðru. Á sama tíma er ég að reyna að setja fram frumsendu þar sem ekkert vísar á punkt og punktur vísar á ekkert. Með því að gefa ekkert staðsetningu þá er umbreytist ekkert í punkt og ef staðsetningin er tekin af punkti þá umbreytist punktur í ekkert. Í greinasvari framar í þræðinum var ég síðan að gera tilraun með að sína fram á að strengur sem...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Tannbursti: Hér stendur einmitt hnífurinn í kúnni, ekkert er eitthvað, en hvað: það er ekki hús, ekki sólkerfi, ekki kvarkar, ekki punktur… Ekkert er hins vegar geómetría punkts fyrir utan staðsetningu hans, ekkert er ekki staðsetning punkts. Hvað vitum við um punkt fyrir utan staðsetningu hans? Hvað er punktur án staðsetningar? Punktur án staðsetningar er eingöngu til sem hugtak (stærðfræðilega séð, punktur er hins vegar geómetrískur). Ekkert er þannig merkingarfræðilegt hugtak og jafnframt...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
popcorn: Ekkert kemur við sögu vegna þess að við trúum að til sé sköpun. Eins og þú bendir á þá er Ekkert auðvelt viðfangs í hæfilega stórum skömmtum. Einu sinni voru engar stórborgir af því að það átti aftir að skapa þær. Einu sinni var ekkert efni því það átti eftir að verða til. Einu sinni var engin tími því hann átti eftir að verða til. Þetta er “stórskammta” ekkert. Það er erfitt viðfangs, því einhvern tíma virðist ekkert hafa verið til. Því er það eðlileg spurning að velta fyrir sér...

Re: Hvar skal byrja?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég myndi líka benda þér á að fara út fyrir raðir hinnar eiginlegu heimspeki og lesa fræði og vísindi. Þar er um augan garð að gresja. Vísinda- og fræðivíddin er nauðsynleg til að fá kjöt á beinin. Skáldsögur eru ekki síður mikilvægar og enn og aftur þar er hellingur sem vert er að lesa, enda margar hreinræktuð heimspeki. Lestu bara nógu mikið og á sem breiðustum grunni, það eykur greind þína og frumleika.

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hvurslags Letinginn hefur löngum misst af viskunni ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok