Nú svara ég fyrir mig. Ég get hugsað mér endanleika hlutanna, Glasið við hliðina á mér er endanlegt. Stafirnir á skjánum erum endanlegir. Ég get hins vegar ekki hugsað mér endanleika veruleikans. Mér er ómögulegt að sjá heiminn enda. Ástæðan er endanleiki hlutanna. Endanleiki hluta, eins og ég skynja þá, er vegna þess að það er alltaf heimur, veruleiki, utanum um þá. Það má vel vera að við komum að einhverjum stað í veruleikanum þar sem allir hlutir enda. Stað þar sem eru engir hlutir. Sá...