Loksins, loksins kemur grein með vandaðri heimspeki og góðri framsetningu. Annars átta ég mig ekki alveg á muninum á samsvörunarkenningunni og naumhyggjunni, að segja “snjór er hvítur” þá og þvi aðeins að snjór sé hvítur, er samsvörun að mínum dómi. Annars held ég að þegar kemur að praxis, þá noti vísindin/heimspekin tvö viðmið sem sannleikurinn þarf að uppfylla. Kenningin þarf að sýna innri og ytri samkvæmni til að komast í gegnum nálarauga sannleikans, þ.e. hún þarf að uppfylla skilyrði...