Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
remulean: Var hún til vegna þess að hún hugsaði? Það sem er annars skemmtilegt við þessa hugsun er að skáldsagnarpersónan virtist vera til þótt hún hugsaði ekki sjálfstætt, höfundurinn gerði henni upp hugsanir. Það var ekki fyrr en undir lokin að hún fer að hugsa sjálfstætt og reynir þá að brjótast undan oki höfundarins. Hún setur í gang áætlun sem er fyrir utan ætlun höfundar og tekst þannig að frelsast undan skapara sínum. Það má velta því fyrir sér hvort eins sé ástatt um okkur, að við...

Re: Afhverju eru mótsagnir mögulegar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Mótsögnin við setninguna “Ég er á þessari stundina staddur í Háskóla Íslands” felst í óyrta hluta hennar skv. málgjörnings kenningu Searls og Austins þ.e. þeim stað sem þú ert staddur á þegar þú settir fram yrðinguna. Í þessu sambandi verðum við því að horfa á málkringumstæðurnar í heild sinni, því þær fela í sér heildaryrðinguna (yrta og óyrtahluta hennar). Í þessu tilviki er því mótsögn á milli óyrta og yrta hluta setningarinnar hvar þú er staddur þessa stundina :) M.

Re: Handklæðið

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nietzshe fjallar fyrst um siðfræði fyrri aldar og hann greinir tvennskonar siðagildi annars vegar herrasiðfræði og hins vegar þrælasiðfræði. Betri nafnagiftir eru siðfræði ruddans og siðfræði lúpunar að mínum dómi. Nasistar virðast hafa tekið upp siðferðisgildi ruddans sem og aðrar fasískar stjórnir. Því miður virðist siðferði ruddans, njóta hilli í dag, amk. sé ég ekki betur en ruddinn lifi góðu lífi á fjármálamörkuðum dagsins í dag. Siðferði ofurmennisins sver sig meira í ætt við siðferði...

Re: Handklæðið

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Er það ekki einmitt athyglist vert að Nietzche skildi hafa skrifað þetta og meira en það. Hann lætur ofurmennið taka sér þau í munn. Betur hefði farið svo að Nasistanir hefðu lesið hann betur, í stað þess að lesa eingöngu kaflann um siðfræði ruddans og telja það siðfræði ofurmennisins. M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Wailer: Allar meginhugmyndir myndarinnar Matrix voru settar fram fyrir mörgum öldum síðan. Frægasta “Matrix” sena allra tíma er sjálfsagt pælingar Descartes en hann setti fyrstur fram veruleikapælingar cyberspaces, og eru um 3 aldir síðan ;) M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
sæl fever: Ég er eins og þú, ekki í neinum vafa um að annað sé til, stundum kannski efast ég um eitthvað. Ég veit t.d. ekki hvort Osama bin Laden sé til en það breytir auðvitað ekki neinu. Stundum er ég líka þunglyndur eins og þú ert núna, vonandi aðeins farið að rofa til :) En hversvegna að vera að velta fyrir sér svona hlutum? Þetta snýr að því hvort hægt sé að vitum eitthvað með vissu. Descartes taldi sig hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti: ég hugsa því er ég til. Þetta sannar þó ekki...

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Ekkertið er ekki neitt skv. skilgreiningu. Það er sjálfgefin eiginleiki þess. “Ekki neitt” vísar til ekkertsins. M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Promotheus: Leikurinn er til þess gerður að reyna að sýna fram á að það er örugglega eitthvað eitt til sem er fyrir utan mig, sem er til óháð því hvort ég skynja það eða ekki. Heimspekin virðist eiga erfitt með það. M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
ods: Ég veit ekki hvort það sé tilgangslaust að reyna að einangra eitthvað sem við vitum öruggulega. Umræðan snýst í raun um það. Þetta er svona svipað og grafa grunn fyrir húsi. Maður grefur niður á fast. Hugsanlega er það ekki hægt, hugsanlega erum við dæmd til efahyggju, en það er þá líka niðurstaða :) M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Vandamálið hér er að hugtakið “tómið” dugir ekki, heldur verðum við að tala um “ekkertið”. Vandamálið er auðvitað að “ekki” er margrætt og ég er ekki að rugla því saman við Ekkertið. Það má svosem endurorða fullyrðinguna og segja: Ef allt hættir að vera til, verður Ekkertið til! Hefur Ekkertið einhverja verufræðilega þýðingu á þann hátt að það er eitthvað? M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Drepenson: Þú hefur ekki sýnt fram á það, þú ert blekking, mitt sjálfskaparvíti, púkinn í vitund minni sem ætlað er að rugla mig í ríminu :) M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Lain: Það er merkilegt að efinn skuli vera grundvöllur tilvistar okkar og þekkingarleitar. Eða er heimspekinn bara svona takmörkuð að hún ræður ekki við það sem má ætla að sé grundvallar spurning. Það hlýtur að vera grundvöllur alls að geta sýnt fram á að eitthvað sé til. Hvað gagnast mér útlistanir á sjálfsblekkingum mínum, ef heimspekinn ræður ekki við að sýna fram á að það sé annað en sjálfsblekking? M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Bæði frumspekilegi og þekkingarfræðilegi sólipsistarnir efast ekki um að þeir séu til. Ef ég skil þessi sjónarhorn rétt. Verund mín sjálfs virðist því vera fyrir utan efann. Vandinn er því áfram að sýna að til sé annað en ég. Hinn þekkingarfræðilegi sólipsisti getur auðvitað farið að efast um að (a) sé til nema í huga hans og (b) og © og… Hann getur farið að efast um tilurð alls, þótt það leiði ekki nauðsynlega af afstöðu hans. M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: Ég er amma mín :) Nú nota ég orðið ekkert sem nafnorðið ekkertið þannig að það má orða fyrsta liðinn a) ef ég er ekki til þá er amk ekkertið til Fullyrðingin er i) sönn ef ég og aðeins ég hef verið til. Hún er ii) röng ef meira en ég hef verið til því það heldur áfram að vera til eftir að ég er hættur að vera til. En hvort heldur sem er þá leiða bæði i) og ii) til þess að “til er annað en ég”. Það sem getur sýnt fram á annað er að sýna framá að “ekkertið” getur ekki verið til. M.

Re: Könnun um almættið

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Best að svara tvíræðni með tvíræðni: Ef guð skrúfar engan tappa þá skrúfan hann engan tappa svo fast að hann getur ekki losað hann sjálfur. M

Re: Samsemdarvandi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
EkztaC og (gthth): Að hamrinum aftur. Afhverju segjum við að það sé sami hamarinn þótt bæði hausinn og skaptið sem var skipt um sé allt annað í forminu en eins og hamarinn leit út fyrst? Bátar eru einmitt gott dæmi um hvernig hluturinn getur breyst í forminu um leið og hann er endurnýjaður, fengið nýja eiginleika og annað útlit. Samt verið sami báturinn. Eða hvað. Ég veit um gamlan bát sem var kolatogari fyrir um 50 árum síðan. Í dag er hann enn í notkun. Löngu hættur að vera togari, kominn...

Re: Samsemdarvandi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Skemmtileg og vönduð grein. Varðandi “hamarinn” þá flaug mér í hug þegar ég las þetta yfir og sérstaklega svar popcorns, hvað eigum við við með því að segja að hamarinn sé sá sami? Öllum finnst brandarinn fyndinn að hamarinn er auðvitað ekki sá sami þegar búið er að skipta um haus og skapt, hins vegar erum við ekki tilbúin að hafna því að þetta sé sami hamarinn. Vera má að hér slá saman tvennu “sama eignin” og “sami hluturinn”. Þó svo að það sé búið að skipta út öllum pörtum hlutsins, þá er...

Re: Þegar hugur minn frelsaðist!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hér eru allir grafalvarlegir við andlega iðju, frelsun hugans og útvíkkun vitundnarinnar. Tómatar eru vinir okkar allra og í innsta kjarna innvígðra heimspekinga. Velkomin í okkar raðir, þú hefur séð ljós viskunnar! M.

Re: Fyrirlestur Donalds Davidsons

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
… og hvernig var nú fyrirlesturinn. Er eitthvað dularfullt á seiði í sannleikskenningunum? M.

Re: Þegar hugur minn frelsaðist!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég geri mér stundum til skemmtunar að gefa athöfnum hversdagsins nýja merkingu, t.d. áðan þegar ég var að horfa á sjónvarpið þá lék ég mér að því að láta sem hörundljós og ljóshærða fólkið væri framandi. Ég stillti hugsunina þannig að ég upplifði þau sem alien, og merkilegt nokk, það tókst. Það var sérstaklega ein kona sem mér tókst sérstaklega vel upp með, ég virkilega upplifði hana sem geimveru, já mjög speisað. Kannski heitir þetta að frelsast, ágætis kvöldæfing fyrir drauma næturinnar. M.

Re: Þegar hugur minn frelsaðist!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Kaldhæðni, hvernig getur þetta verið kaldhæðni? Þetta kemur fyrir allar næmar persónur. Ég sting t.d. alltaf eyrnartöppum í eyrun þegar ég borða þróaða ávexti eins og tómata. Neyðarópin í þessum greyjum þegar þeir nálgast ginið á fólki eru hryllileg, skerandi vein lífveru sem er umþaðbil að vera étin lifandi. Reyndar borða ég núorðið bara tómatssósu, læt aðra um slátrunina. M.

Re: Já svona er það nú

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Við erum alltaf einn af jónunum, jafnvel þótt við værum einn af guðunum. Einhverju sinni fékk ég þá hugdettu að við vesturlandabúar erum alltaf að reyna að vera annað en einn af jónunum en austurlandabúar keppast eins og rjúpan við staurinn að vera einn af jónunum. Ég veit ekki hvort það sé einhver uppörvun fyrir annan hvorn menningarhópinn að einhvernveginn tekst okkur ekki að vera annað en einn af jónunum og okkur tekst aldrei almennilega að verða einn af jónunum. Er þetta mótsögn, ja ég...

Re: Rökþraut vikunnar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki, a) er 100% og þarf ekki mikla ályktunarhæfni til að fatta hana. Ef ekki a) þá er b) einnig 100% ef hún kemur upp, fyrir þá sem eru með hvítan, því ef annar hvor væri einnig með rauðan þá vissi hinn strax það sanna. Ef ekki heldur b) þá kemur bara c) til greina. Atburðarásin getur þannig gengið hratt fyrir sig. En auðvitað gæti maður með rauðan giskað rangt ef hann er of bráður á sér. Þetta skiptir kannski ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að leiða rök að því hvernig hægt...

Re: Hvað er á seyði í sannleikskenningum?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: ok, skal viðurkenna að það að setning sé merkingarbær virðist nánast vera sjálfgefin grundvöllur þess að setning geti mögulega verið sönn. Skoðunin leiðir til afstæðishyggju, því við getum spurt “merkingarbær fyrir hvern?” Við getum í.þ.m. ekki hafnað fullyrðingu á þeirri forsendu að hún er ekki merkingarbær fyrir okkur, því það er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að gáfur okkur séu of takmarkaðar til að skilja hana. M.

Re: Rökþraut vikunnar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
gthth: það skiptir í raun ekki máli hvaða fjórir hafa verið teknir af handahófi, það gildir alltaf það sama, a) ef einn sér tvo rauða þá er hann örugglega með hvítan. b) ef tveir sjá einn rauðan en en þriðji þegir, þá á annar hvor að átta sig á að báðir hljóta að vera með hvítan, sá sem er með rauðan getur ekki áttað sig þar sem hann sér bara tvo hvíta. c) Ef allir sjá hvítan þá þegja þeir í nokkurn tíma, en átta sig síðan fljótlega á að allir séu með hvítan, annars hefði atburðarrás a) eða...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok