Ég geri mér stundum til skemmtunar að gefa athöfnum hversdagsins nýja merkingu, t.d. áðan þegar ég var að horfa á sjónvarpið þá lék ég mér að því að láta sem hörundljós og ljóshærða fólkið væri framandi. Ég stillti hugsunina þannig að ég upplifði þau sem alien, og merkilegt nokk, það tókst. Það var sérstaklega ein kona sem mér tókst sérstaklega vel upp með, ég virkilega upplifði hana sem geimveru, já mjög speisað. Kannski heitir þetta að frelsast, ágætis kvöldæfing fyrir drauma næturinnar. M.