Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Helví... hluthafinn!

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mér finnst ekki hagnaðurinn skipta máli í vali á fyrirtæki, heldur kjörin sem það bíður mér. 1 eða 10 milljón segja ekkert til um tryggingarkjörin, eingöngu hversu vel tryggingarfélaginu tókst að hagnast á mér sem tryggjanda. Það þarf ekki mikla hagfræði til að sjá þetta. Annars ætti ég að bæta við og tala um útleystan hagnað og hagnað sem lagt er inn í reksturinn aftur. Ég vil helst tryggja mig hjá fyrirtæki þar sem eigendur leysa sem minnst út af hagnaði fyrir sig en láta sem mest renna...

Re: þversagnir fordómanna

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Fordómar er það þegar þú dæmir eitthvað án þess að hafa kynnt þér það; að vera á móti fordómum, eftir að hafa kynnt þér hvað felst í þeim er ekki að hafa fordóma, heldur skoðun að ígrunduðu máli. M.

Re: Trúlaus eða guðlaus?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Trú getur verið guðlaus! M.

Re: Samlagning hraða

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Í öllum meginatriðum er samlagningaraðferðin rétt, ef þú gengur með 5km hraða fram eftir rútu sem fer með 100 km hraða þá er hraði þinni 105 km. (100+5). Það er ekki fyrr en þú ert kominn á verulegan hraðann, (nálgast ljóshraða), þar sem þessi samlagning hætti að gilda. M.

Re: Afhverju eru mótsagnir mögulegar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sæll, Það sem við vorum að þrasa um er að hugsanlega er hluti setninga óyrtur og sá hluti vísar alltaf á veruleikann. Ef setningin í skáldsögunni vísar ekki til einhvers sem er í veruleikanum, er óyrti hluti hennar í mótsögn við yrta hlutann. M.

Re: Vísindasiðfræði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Víst að þú stillir þessu upp svona einfallt í slagorði, þá held ég að eins og listin listarinnar vegna, þá gildir vísindin, vísindanna vegna. m.

Re: Vísindasiðfræði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
thortho: Vönduð og góð grein! Mér finnst sérstaklega skemmtileg þessi pæling hvort hægt sé að kljúfa menn í sundur og þeir gegni mismunandi siðferðisskyldum eftir því hvaða hlutverki þeir gegna (t.d. hermaðurinn heima hjá sér eða í stríði)? Ég hef stundum varpað fram þeirri spurningu hver sé munur á krökkum að leik við að fanga veiðbjöllur í fjöru, rjóða þær með rauðu, sleppa síðan og skemmta sér síðan yfir hvernig hinir fuglarnir ráðast á þær. Eða þegar vísindamaður framkvæmir sama verknað...

Re: Paparnir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
fyndinn vandræðagangur við hljóðritun þess ómögulega með ólíkindalegum hljóðfræðingi og írskum papa. Samt leysir það engan vanda, né heldur skapar nýjan. Nýjungin er þó kannski fólgin í kókdrykkjunni, og áhrif hennar á galsann, sem kemur hugmyndum á flug. M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
br75: :-D M.

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ja, nú er ég ekki að biðja um fullkomna vissu á einhverjum hégóma, heldur sjálfri undirstöðunni: Er til annað en ég? Nú skynja ég óteljandi hluti sem mér virðast vera annað en ég, þannig að ég á bágt með að trúa að allir séu blekking, minn eigin hugarburður. Taki ég hins vegar einn fyrir í einu, get ég auðveldlega efast. Aðrar eins ofskynjanir hafa nú átt sér stað í vitund manna. Sjálfur veit ég ekki til þess að ég hafi ofskynjað eitthvað eitthvað, utan einu sinni þegar ég barn, en þá sá ég...

Re: Kenning um afmæli!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Eru ekki afmæli til að fagna daginum sem maður varð til? M.

Re: Hjallaskóli

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Er nokkuð sammála þér, mætti breyta kristnifræðinni í heimspeki og trúarbragðafræðslu. M.

Re: Réttlæti daudarefsinga

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég las yfir grein Hannesar Hólmsteins, en þar kemur fram að áhrif dauðarefsinga virðast ekki virka í jákvæða átt nema í fjölmennum samfélögum. Ef við skoðum mannsdráp á Íslandi þá er yfirleitt um tilviljunarkennd dráp að ræða, morðið er framið í stundarbrjálsemi undir annarlegum áhrifum (vímuefna, sturlunar, skapofsa osfrv.). Morðin eru sjaldnast skipulögð löngu fyrir fram af kaldrifjuðum einstaklingum í efnahagslegum tilgangi eða til að ná völdum. Morðin eru miklu fremur slys en...

Re: Að

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
popcorn nefnir “félags”-líf og það sé viðmiðið þegar sagt er að einhver eigi sér ekkert líf. Það kveður jafnvel svo slæmt að þessu í nútímanum að foreldrar senda börnin, unglingana, ungmenninn til sálfræðings af því þau eiga ekkert “líf”. Hér gleymist hins vegar að það er líka til “menningar”líf. Það er þegar við erum að rækta samband okkar við menninguna, millijarðana sem hafa gengið á undan okkur og milljarðanna sem eru samtíða okkar og skrifa í menninguna. Til að geta átt frjótt samneyti...

Re: Góðgerðastarfsemi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Atferlishyggja er sjónarhóll að því leiti að hún horfir bara á atferli. Atferlissinninn í strangasta skilningi afneitar eða meinar sér að nota aðra þekkingu sem hann kann t.d. að hafa merkingarfræðilegum þætti atferlis. Að vísu er til táknfræðileg (symbolic) atferlishyggja (má vera að sé kölluð öðrum nöfnum, man það ekki). Þau sem aðhyllast þá skoðun tengja merkingu við atferlið. Spurningakannanir eru algengt rannsóknarform þessarar stefnu. p.s. annars er ég sáttur við síðasta svar þitt, að...

Re: Góðgerðastarfsemi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hefnd og refsing eru áreiti og það er það eina sem atferlissinninn skoðar. Þetta eru neikvæð áreiti og neikvætt áreiti hefur sömu virkni og neikvæð skilyrðing. Atferlissinnanum er nákvæmlega sama um ætlan gerendanna um þessu áreiti, hvort sem það er hefnd, refsing, tamning, stríðni, einelti eða hvað á að kalla það. Verkhyggjusinninn getur síðan séð réttlætingu í hefndinni einmitt útfrá þessum forsendum. Og sjálfsagt er það rétt að atferlissinninn gerir það ekki. M.

Re: Handklæðið

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nú er ég ekki sérfræðingur í Nietzsche en er ekki frá því að það sé einmitt skilningur hans. Siðferði ofurmennisins er handan góðs og ills hins hefðbundna siðferði. Annars er gaman að lesa skrif hans um sálarstríð hinn síðasta manns, sem virðist þurfa að fara í gegnum mikið umbreytingarskeið sem einkennist af samviskukvölum. Hvort það sé vegna óhæfu verka sem hann þarf að fremja eða kvölina að takast á við örlög sín án þess að flýja af hólmi, heldur fagna þeim og upplifa nostalgíuna við lok...

Re: Er til annað en ég?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
popcorn: Er ég að skilja þig rétt að “ekkertið” er ómögulegt, það verður alltaf að vera eitthvað? M.

Re: Góðgerðastarfsemi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jú þú ert ósamkvæmur þér í því að neita því að ekki megi <i>yfirfæra</i> réttlætingu fyrir refsingu yfir á neikvæða skilyrðingu skv. hugtakanotkun atferlissinna. Frá sjónarhorni atferlisfræðinnar eru hefnd eða refsing aðeins atferli og fræðaheitið á þessu atferli er neikvætt áreiti. Neikvætt áreiti hefur sömu virkni og neikvæð skilyrðing, hvort sem það er ætlaður eða óætlaður tilgangur gerandans. Hefndin felur í sér fælingu frá verknaði. M.

Re: Góðgerðastarfsemi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
hmm hvernig getur réttlæting á refsingu gagnast sem réttlæting á hefnd þegar þú segir um leið að það megi ekki skipta alls staðar út hefnd fyrir refsingu. Hér ertu ekki samkvæmur sjálfum þér, eða leyfist höfðingjunum annað að puplucuminu ;) M.

Re: Góðgerðastarfsemi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
ja, sennilega ekkert frekar en hægt er að skipta refsingu út fyrir hefnd alls staðar. Kristið siðgæði leyfir ekki hefnd, þótt kristin samfélög séu uppfull af því. Kristnu fólki ber að rétta hinn vangann og fyrirgefa. Þótt ég nenni ekki að eyða orðum að hér, þá má leiða að því rök að hefndin sé farvegur ilskunnar. M.

Re: Góðgerðastarfsemi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Atferlissinninn myndi sennilega frekar tala um neikvæða skilyrðingu í stað hefndar og refsingar. Einnig gæti hann sennilega líka sýnt fram á að jákvæð skilyrðing virki oft á tíðum betur eða ekki síður en neikvæð skilyrðing. Reyndar segir máltækið að brennt barn forðist eldinn, ráðgátan er því hvers vegna óbrennt barn getur líka forðast eldinn? M.

Re: Afhverju eru mótsagnir mögulegar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ahh… nú mátt þú ekki misskilja (vonandi ekki viljandi). Óyrti hluti setningarinnar um vakningu Sesars er auðvitað ekki bara atburðurinn að hann vaknar, heldur hinir þættirnir sem við þurfum að vita (vakna, snemma morguns, Sesar, ári 44 f.kr. osfrv). Hér fer það saman við Davidson, og eru okkur nægjanlegar upplýsingar til að skilja setningunna. Yrðingin getur verið þversögn samt sem áður, þ.e. að Sesar svaf frameftir 44 f.kr. M.

Re: Afhverju eru mótsagnir mögulegar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er ekki frá því að Donalds Davidson sé á einhverjum svipuðum slóðum þegar hann er að tengja sannleiksskilyrði við merkingu. Veit annars ekkert um kenningar þessa ágæta manns nema það sem hefur komið fram í umræðum hér á Huga. Ég er ekki alveg tilbúin að bakka með kenningar málgjörningssinna. Þýski heimspekingurinn Jürgen Habermass gengur skrefinu lengra og tengir hana einmitt mjög sterkt við sannleikshugtakið og reyndar siðferðishugtakið. Málkringumstæður eru mun víðtækari en einfaldar...

Re: Afhverju eru mótsagnir mögulegar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ja, nú er ég bara að vitna í kenningar Searle og Austin um málgjörning, að mínum dómi mjög snjöll kenning um tungumálið. Það er langt síðan ég las þær og svara því skv. minni sem getur verið brigðult. Til þess að setningin “ég er staddur í hí þessa stundina” sé sönn þá þarf mælandinn líka að vera í hí um leið og hann setur fram yrðinguna. Ef hann er ekki staddur í hí þá er óyrti (eða orðlausi) hluti yrðingarinnar ósannur og yrðingin því í mótsögn við sjálfa sig. Sama gildir um fullyrðinguna...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok