Ja, nú er ég ekki að biðja um fullkomna vissu á einhverjum hégóma, heldur sjálfri undirstöðunni: Er til annað en ég? Nú skynja ég óteljandi hluti sem mér virðast vera annað en ég, þannig að ég á bágt með að trúa að allir séu blekking, minn eigin hugarburður. Taki ég hins vegar einn fyrir í einu, get ég auðveldlega efast. Aðrar eins ofskynjanir hafa nú átt sér stað í vitund manna. Sjálfur veit ég ekki til þess að ég hafi ofskynjað eitthvað eitthvað, utan einu sinni þegar ég barn, en þá sá ég...