Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Nokkur athyglisverð stefnumál SUS

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
geirag: Auðvitað getur ríkið keypt fjársýsluþjónustu af einkaaðilum og vel má vera að einmitt samkeppni á milli lánastofnanna á einkamarkaði getur komið á aukinni hagræðingu á þessu sviði. Ef ég veit rétt þá er viðbótarlífeyrissparnaður framkvæmdur með slíkum hætti (óbeint þó, launagreiðandi fær viðbótarframlagið dregið frá tryggingargjaldi). Aðalatriðið í þessu er þó að LÍN er félagsleg þjónustu sem á að auðvelda hinum efnaminni að sækja sér langskólamenntun, enda hafa þau áhuga og getu á...

Re: Stefna Samfylkingarinnar

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
laufa: Ég veit satt best að segja ekki hvernig samræmdu stúdentsprófin verða útfærð, hef ekki kynnt mér það. Varðandi nemendur af félagsfræðibraut þá er grunnur þeirra í stærðfræði ekki nægjanlegur til að fá t.d. inngöngu á eðlisfræðiskor HÍ. Menntaskólanámið er til að undirbúa nemendur undir áframhaldandi háskólanám. Stúdentspróf veitir í raun ekki önnur réttindi. Listaháskólar, félagsvísindi, bókmenntir osfrv. gera minni kröfur til stærðfræðikunnáttu en t.d. raunvísindi. Nemendur hljóta að...

Re: Er vit í frumsendum stærðfræðinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 1 mánuði
freysi: Þú ritar “Stærðfræðin er að grunni byggt á þeirri forsendu að satt geti ekki verið ósatt”. Sannleikur stærðfræðinnar fer eftir þeim forsendum eða frumsendum sem við gefum okkur. Í rúmfræði Evklíðs er hornasumma þríhyrnings ávallt 180°. Hins vegar eru til þríhyrningar þar sem hornasumman er 270°, þe. öll horn 90° (þríhyrningur dreginn á kúlu). Er þá fullyrðing Evklíðs, að allir þríhyrningar hafa hornasummuna 180°, röng? M.

Re: Gallaðar, en ásættanlegar, forsendur

í Heimspeki fyrir 22 árum, 1 mánuði
nologo: Ég er alls ekki viss um að röng spurning leiði óhjákvæmilega til rangs svars. Hún leiðir fyrst og fremst til annars svars. Við erum ekki að spyrja um það sem við erum að leita svars við heldur einhvers annars. Rétt svar við spurningunni: Hvenær skapaði Guð heiminn? Getur verið: Guð skapaði ekki heiminn! Það er fullkomlega eðlilegt að spyrja þessarar spurningar og hún er á engan hátt röng spurning um tilurð heimsins. Það er eingöngu svarið sem getur verið rangt. Spurningin að ofan er...

Re: Hrói höttur

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
gö: Eiga öll sveitafélög að hafa uppboðsrétt? Hver á að bjóða upp fiskinn? Hver ákveður veiðiheimildamarkið sem hvert sveitafélag fær? Varðandi landflutninga á fiski, þá virðist þetta bara vera staðreynd, að fiskurinn er seldur fram og til baka um allt land. Slagurinn snýst um besta fiskinn, versti fiskurinn mætir afgangi. Fiskvinnsla sem stendur sig best getur keypt til sín besta fiskinn, því allir virðast þurfa að kaupa til sín fisk, óháð því hvort fiski sé landað rétt hjá eða ekki. M.

Re: Hrói höttur

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
gö: Það er rétt að fiskvinnslan selur og kaupir óunninn fisk á markaði. Þannig geta ísfirskir sjómenn selt allan sinn fisk frá staðnum en vinnslan á Ísafirði síðan keypt allan sinn fisk frá Suðurnesjum. Spurning hvað veldur slíku? Markaðslega segir það manni að ef slík staða kemur upp þá sé ísfirskur fiskur of dýr fyrir vinnsluna þar að aðrar vinnslur sem eru betur reknar geti yfirboðið hana. Ég sé ekki endilega hvaða hagnaður það er að byggðirnar fái skattprósendur af veiðileyfagjaldinu ef...

Re: Hrói höttur

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
gö: Byggðastefnan kemur nægjanlega fram ef landvinnslan getur boðið í kvóta og sóknardaga. Hagkvæmni nálægðar við miðin fær þá að njóta sín. Mín stofufiskifræði segir mér hins vegar að það gangi seint upp að selja veiðiheimild úr sterkum staðbundnum stofni í veikan staðbundinn stofn. Vera má að það geti því verið skynsamlegt að svæðisskipta úthlutuninni, þótt ég trúi að það yrði til að æra óstöðugan og gera málin kannski alltof flókinn. Varðandi stöðu áls næstu 10 kynslóðir. Ál er málmur...

Re: Nokkur athyglisverð stefnumál SUS

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
geirag: Ríkið er ekki að vasast í lánamálum, heldur var þetta leið sem var valin til að styrkja einstaklinga til að geta lagt stund á það nám sem hugur þeirra og hæfileikar beinast að. Annar möguleiki hefði verið styrkjakerfi. Félagslega lánakerfið varð hins vegar ofan á, því að með því var hægt að hafa framfærslueyrinn hærri. Munurinn á þessu kerfi og því sem bankarnir bjóða er að bankarnir og aðrar fjársýslustofnanir eru að þessu til að hagnast á því en þessi félagslega lánaumsýsla er...

Re: Nokkur athyglisverð stefnumál SUS

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
haflidason: Nú mátt þú ekki gleyma því að LÍN var stofnaður sem félagslegur lánasjóður og sem slíkur á hann að vera með niðurgreidd lán, þ.e. hagstæðari lán heldur en markaðurinn getur nokkurn tíma boðið. Gallinn er bara að með frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins þá er búið að eyðileggja sjóðinn, hann er ekki lengur að virka sem félagslegur sjóður enda er það markmið Sjálfstæðisflokksins að eyðileggja velferðakerfið, eins og kemur ágætlega fram í stefnumálum SUS sem þú hefur tínt til. M.

Re: Evrópusambandið lokar róluvelli

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
já á Íslandi er td. reglugerð um lágmarks hæð á handriði á svölum. M.

Re: Frjáls eða hvað?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 1 mánuði
er þetta ekki einmitt merki um frelsi mannsins að hann skuli geta klæðst þessum ágöllum sem þú telur upp? Að geta bara gert gott, engöngu þekkt sannleikann er auðvitað ekki frelsi. Maður sem er ófrjáls villist ekki, eingöngu sá sem er frjáls getur átt það á hættu að villast. M.

Re: Jafnréttismál.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
mér sýnist á öllu að þú sért karlmaður, þannig að ef þú sæktir um stöðu kennara, hjúkrunarforstjóra eða e-ð annað hefðbundið kvennastarf þá gengur þú fyrir ef þú og kvenkynsumsækjandi eruð jafn hæfir. Ég held að það sé t.d. mikilvægt að fá fleiri karla inn í t.d. kennarastéttina. Þar er orðið mikið ójafnvægi á milli kynjanna og greinilegt að konum gengur verr að hvetja drengi í námi en stúlkur. Þetta hlýtur að vera talsvert áhyggjuefni. M.

Re: Er vit í frumsendum stærðfræðinnar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 1 mánuði
evklid: Nú er munur á sönnun og skilgreiningu. Ég sé ekki að það sé hægt að sanna “náttúruleg tala” heldur er hér um skilgreiningu að ræða, þ.e. náttúruleg er sú tala sem birtist í náttúrunni á greinilegan hátt, sem slík er hún heil og jákvæð. Þannig er hálfur ekki nátturleg tala, hálf kýr er bara einn hálfur kýrskrokkur. En þetta eru bara skilgreiningar því afhverju ætti talan 1 að vera meira náttúruleg en 3,14159265358979323… Því þegar grant er skoðað eru svokallaðar náttúrulegar jafn...

Re: Jafnréttismál.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
lögin kveða ekki á um að konur ganga fyrir heldur sá sem er af því kyni sem minna er af í starfsstéttinni. Í leik þar sem ekki er hægt að hafa jafntefli er þess regla ekkert verri en hver önnur. Sérstaklega þar sem það er viðurkennt að kynbundinn starfsheimur hefur sterka tilhneigingu að viðhalda sjálfum sér. M.

Re: Samfylkingin í Reykjavík

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er alltaf ánægjulegt þegar pólitískir andsæðingar setja út á mannval á lista andstæðingsins. Þá er nokkuð öruggt að listinn er vel skipaður ;-) M.

Re: Ellert B. Schram

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég er ekki frá því að eitthvað muni kvarnast úr Sjálfstæðisflokknum yfir í Samfylkinguna. Við megum ekki gleyma því að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið hin mikla breidd hans. Þetta þýðir að innan hans hafa alla tíð verið jafnaðarmenn. Það er t.d. athyglisvert að hlusta á ýmsar ræður Bjarna Ben í þessum efnum, en þar talar hann oft fyrir jafnaðarstefnu. Ég tel hann reyndar síðasta foringja Sjálfstæðismanna sem var trúar breiðfylkingunni. Björn Bjarna sonur hans er kannski boðberi...

Re: Friedrich Nietzsche -Ritgerð

í Heimspeki fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hef ekki lesið “Handan góðs og ills”, eingöngu “svo mælti Zaraþústra”. Þar sé ég ekki betur en Nietzsche er að takast á við samviskukvölina, sem er persónulegur siðferðisdómur. Ofurmennið hefur engin önnur siðferðisviðmið en sína eigin þjáningu. Ég er ekki frá því að Nietzsce sé í þessu að takast á við siðferði nútímamannsins, hversdagsmannsins sem í daglegu starfi er að takast á við stórar siðferðisákvarðanir. Nafnlausi bürókratinn sem dregur enn eitt vinnuskjalið úr bunkanum og reikna...

Re: Friedrich Nietzsche -Ritgerð

í Heimspeki fyrir 22 árum, 1 mánuði
Amor Fati: Ég skal vera sammála þér um að Nietzsche hefi verið á móti hjarðmennsku, en afstaða hans til þrælasiðferðisins virðist hafa vera blendin, því ofurmennið er sprottið uppúr þeirri siðfræði, frekar en siðferði ruddans (höfðingjasiðferðið). Á vissan hátt dáðist Nietzsche af höfðingjanum en fyrirleit jafnframt fyrir ruddamennskuna. Og kannski líka vegna þess að hann taldi að höfðingjasiðferðið væri komið í ógöngur, það ætti sér enga framtíð. Nietzsche fyrirleit reyndar líka þrælinn, en...

Re: Hrói höttur

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
gunnarbond: Ég get verið sammála þér um margt sem þú skrifar, enda er stutt á milli samfylkingarinnar og frjálslyndra. Varðandi sjávarútvegsmálin þá eru báðar fylkingar sammála um uppboðsleiðina. Hins vegar er ég á því að við eigum bæði að hafa kvótakerfið og sóknardagakerfið, þarna verða útgerðir að hafa val, auk þess hryllir mig við tilhugsuninni um afkastamestu tækin séu sett á sóknardaga. Slíkt yrði stjórnlaus veiði. Fyrir trillukarlinn geta hins vegar sóknardagar verið heppilegri. Ég er...

Re: Stefna Samfylkingarinnar

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
raptor: Ávinningur okkur af Evrópusamstarfi er margvíslegur. Almennt má segja að eftir því sem við nálgumst meira ákvörðunarrétt einstaklinga og fyrirtækja því meiri verður ávinningurinn, en eftir því sem við nálgumst meir ákvörðunarrétt ríkisvaldsins því minni verður hann í mörgu þáttum sem lýtur að eigin málum, en því meiri í sameiginlegum málum Evrópu. Í dag hefur t.d. ríkisvaldið mjög lítið að segja í sameiginlegum málum vegna ESB og EES. Þetta er þannig alltaf mat, frelsi okkar sem...

Re: Nokkur athyglisverð stefnumál SUS

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
geirag: Iðgjöld trygginga gerir það að verkum að margir hafa ekki efni á að tryggja sig fyrir skakkaföllum, auk þess sem sumir eru í þeirri aðstöðu að fá ekki tryggingu. Alkahólistar, dauðvona sjúklingar osfrv. eiga erfitt með að kaupa sér líf- og sjúkratryggingar jafnvel þótt þeir hafi efni á því. Einnig sýna dæmin að þau sem hafa lægstar tekjur hafa ekki efni á að senda börn sín í skóla. Menntun þeirra á því í hættu að verða lakari og minni fyrir vikið. Þarna er því komnir þjóðfélagshópar...

Re: Nokkur athyglisverð stefnumál SUS

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
geirag: hmmm… má ekki draga ályktanir, ef fyrri efnisgreinin er rétt að þínum dómi þá er löglegt að draga af henni ályktun. Hagkerfið sem SUS leggur til leiðir til mismununar einstaklinga, ég nenni ekki á þessari stundu að tína til öll rökin. Reyndar má sýna fram á það með einföldu hagfræðilíkani að svo verði. Það var ekki að ástæðulausu að samfélögin innleiddu t.d. velferðakerfi sem öryggisnet fyrir einstaklinga. Enda er það aftur einföld hagfræðistærð að sýna fram á að það er þjóðhagslega...

Re: Nokkur athyglisverð stefnumál SUS

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég er nokkuð sammála geirag í því að stefnumarkandi setning segir kannski ekki alla söguna. Ég býst t.d. ekki við að SUS sé meðmælt því að ríkisútgjöld standi í stað samhliða hækkun gjalda fyrir velferðar- og menntaþjónustu. Ég er nokkuð viss um að SUS stefnir að lækkun ríkisútgjalda í öllum þessum málaflokkun og það sé meginhvatinn. Einnig lýsir það trú þeirra á markaðskerfið að ekki þurfi sérrhæfðar eftirlitsstofnanir með því. Líklega telja þeir dómsvaldið og lögregluna nægjanlega til að...

Re: Stefna Samfylkingarinnar

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
deus: Samræmd próf eyðileggja ekki fjölbreytileika framhaldsskóla, hvaða bull er þetta. Fjölbreytileikinn felst í kennsluaðferðum, skipulagi kennslunnar, námsframboði. Samræmt próf hvort nemendur kunni að diffra eða tegra, hornaföll eða annað slíkt hefur ekkert með þennan fjölbreytileika. Nú verður þú líka að athuga að nemendur fara í skólana til að læra þessa hluti. Þess vegna hljóta þeir líka að eiga heimtingu á því að vita hvaða skólum gengur best að kenna þetta. Skóli er ekki tímasóun,...

Re: Stefna Samfylkingarinnar

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
raptor: Umsókn þýðir ekki að sagt sé: Hei krakkar við viljum vera með hvað sem það kostar! Umsókn merkir samningsferli þar sem við reynum að semja okkur inn í ESB skv. okkar hagsmunum. Það er í lok þessa samningsferlis sem til verður samningur sem lagður er fyrir þjóðina í þjóðaratkvæði. Nú lítur allt út fyrir að EES samningurinn verður í uppnámi innan tveggja ára þar sem Norðmenn munu semja sig inn í ESB og við því ein fyrir utan. Að missa EES samningin yrði algjört efnahagslegt og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok