Vötnin sunnan Tungnár eru 12 talsins og þau eru staðsett uppá hálendinu. Þau heita: Blautaver, Dómadalsvatn, Eskihlíðarvatn, Frostastaðavatn, Herbjarnarfellsvatn, Hnausapollur (Bláhylur), Hrafnabjargavatn, Kílingavötn, Lifrarfjallavatn, Ljótipollur, Löðmundarvatn og Sauðleysuvatn. Vötnin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Ég ætla hér að lýsa þeim vötnum sem ég hef veitt í þarna uppfrá. Ljótipollur Ljótipollur er ef til vill frægasta vatnið á svæðinu. Ljótipollur er staðsettur í djúpum gíg....