Ég hef ákveðið að fara að dæmi fjárhunds og skrifa grein um skíðasvæðin sem ég hef rennt mér á. Ég hef farið á eftirtalin skíðasvæði: Bláfjöll, Skálafell, Hengilssvæðið, Hlíðarfjall, Dalvík og Ólafsfjörð. Það af þessum svæðum sem mér finnst best er Dalvík. Þar eru tvær langar diskalyftur og flóðlýstar brekkur. Það er hægt að velja úr nánast endalaust af leiðum og það er nánast ekkert grjót í brekkunum, bara bláberjalyng. Á Dalvík eru nánast aldrei biðraðir í lyfturnar. Ég er bara mjög...