Veðrið undanfarna daga hefur verið með eindæmum í maí. Hitinn á sunnudaginn og í dag þegar best lét voru tæplega 18 gráður í Reykjavík sem er mesti hiti sem mælst hefur síðan 1988 í maí. Á Þingvöllum náði hitinn 22 gráðum bæði í gær þegar hann fór uppí 22,3 og í dag, 22,1 gráða. Það er ótrúlegur hiti í maí og það sem er ennþá óvenjulegra er að bæði í nótt og fyrrinótt var næturfrost á Þingvöllum. Þá er hitasveifla dagsins yfir 20 gráðum! Loftið sem veldur þessum hlýindum er að mestu ættað...