Það fyndna er að þó ég sjálfur og allir aðrir virðast vera alveg handvissir þá veit þetta náttúrulega enginn, og líklega mun enginn vita það nokkurntíman. Þess vegna eru myndir eins og Event Horizon ekkert svo fjarstæðar, það er fátt vitað um svarthol, bara aragrúi af kenningum og svona rökréttum ágiskunum, málið hinsvegar með svarthol er að þau eru svo svakalega öflug að þau eru talin beygja og breyta rúminu sjálfu og þar með líklega tíma. Sem þýðir, allt gæti gerst.