Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Re: Afleiðing klámiðnaðar á Eldborg ?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Strippbúllur, bleikt og blátt og etc. eru lághvatamenning er þroskar ekki vitræna hugsun mannsins að nokkru leyti, heldur veldur því að maðurinn fellur í þann farveg að þjóna þessum hvötum sínum í slíku magni sökum áhrifa að hann tapar sýn á nokkuð annað er aftur veldur honum vandræðum.

Re: Afleiðing klámiðnaðar á Eldborg ?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Gunnar í Krossinum hvað áttu við ? Viltu meina að ég sé í söfnuði Gunnars. Því miður ég er í þjóðkirkjunni og mynda mér skoðanir út frá þeirri minni sannfæringu.

Re: Afleiðing klámiðnaðar á Eldborg ?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það lifum ekki á “ gömlu dögunum ” sem betur fer að mörgu leyti kanski ekki öllu. Sú upplýsing sem almenningur á Íslandi öðlast nú er það að “ nauðgun ” líkamleg og andleg er refsiverður glæpur. Karlmenn hafa vaðið yfir konur í aldanna rás í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, það er nú að finna breytt viðhorf til bóta þótt öfgasinna í hópi kvenmanna sé hægt að finna eins og hjá karlpeningnum.

Re: Afleiðing klámiðnaðar á Eldborg ?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég er algjörlega ósammála þér og bendi á nýlegar upplýsingar framkomnar í fjölmiðlum, þess efnis að hluti neytenda barnakláms séu einnig gerendur í kynferðisafbrotum.

Re: Lög um útihátíðir?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þér finnst sem sagt sjáfsagt að SELJA aðgang að ÞÍNU eigin kynlífi, með öðrum aðila, ef ég skil þig rétt, sem og að allt í lagi sé að siðgæðisvitund einhverra sér misboðið á útihátíðum, hvernig svo sem það fram fer. Þótt slíkt stangist á við lög.

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sæll. Þessi mál ÞARF að ræða og þeir sem tala um fordóma í því sambandi kasta flestir “ steinum úr glerhúsi ” einfaldlega vegna þess að umræðan er í þágu ALLRA sem flytjast hingað til lands. Ég fór í Kolaportið í Reykjavík í dag, og varð þess vitni að meginhlutinn af viðskiptavinum voru að virtist innflytjendur úr annarri heimsálfu að skoða gamla muni sem Íslendingar voru að losa úr kompunum hjá sér. Mín fyrsta hugsun var. Fær fólkið svona lítil laun á Íslandi ? Svo kom upp í hugann er ég á...

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sennilega fer það eftir því hvað MARGIR innflytjendur úr´öðrum menningarsamfélögum setjast að á Íslandi, eðli máls samkvæmt.

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Nú einmitt afar fróðlegt. Þó einkum og sér í lagi vegna þess að fáum er meiri hagur í því að Íslendingar ræði þessi mál og myndi sér afstöðu en þeim sem flytjast hingað til landsins, og því umræða á upplýstum grundvelli þeim helst til góða. kv. gmaria.

Re: Lög um útihátíðir?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Kæri potent. Eru “ skiptar skoðanir um notagildi og siðferðis kláms ” ? Hvað áttu við nákvæmlega ? Síðan hvenær í ósköpunum hefur klám verið talið bera manninum vott um siðferðisvitund ? Hver sá sem beitir annan mann ofbeldi, hefur annað hvort tapað vitinu tímabundið ellegar á við einhverja brenglun að stríða. Ofbeldi meirihluta á hendur minnihlutahópum, get ég aðeins séð sem fifleflda karlmenn með reidda hnefa á lofti gegn kvenmönnum sem hafa minna afl og smærri vöðva. kv. gmaria.

Re: Margeir og viðskiptasiðferði ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ef þetta er raunin eins óg þú útskýrir svo einkar vel og skiljanlega, þá má óska Margeiri til hamingju.

Re: Ögmundur

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er alveg rétt hjá þér að Ögmundur umfram aðra hefur látið sig mál þeirra er minna mega sín sig varða . Mál sem aðrir hafa ekki haft tíma til þess að tala um. Ögmundur er mjög heill maður í viðskiptum öllum það má hann eiga.

Re: Margeir og viðskiptasiðferði ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er mjög óeðlilegt að fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi á lyfjum og starfar á hlutabréfamarkaði, sé mögulegt samkvæmt skilyrðum stjórnvalda að taka að sér þjónustu við aldraða þar sem hið sama fyrirtæki gæti misnotað sér samkeppnisaðstöðu og selt “ sjálfu sér ” lyf í miklu magni til þjónustu þessarar. Þetta er álika skipan mála og að eitthvert hlutabréfafyrirtæki, sem framleiddi brjóstamjólkurduft, gæti keypt sig inn í umönnunarþjónustu við börn á´fæðingardeildinni, þar sem,...

Re: Lög um útihátíðir?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Kynlíf er einkamál tveggja einstaklinga er ´kjósa að deila lífi saman og kynlif því þeirra mál innan veggja þeirra svefnherbergis, en ekki söluvara á torgum til neyslu þar. Svo einfalt er það

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sæll. Já hræsni og tækifærismennsku eru fá takmörk sett og fordæmingaráráttan fellur á stundum um sjálft sig í einu vetfangi, og það kemur í ljós að þeir sem saka aðra um fordóma hafa ekki næga þekkingu sjálfir á því umfjöllunarefni sem verið er að ræða, s.s vandamálum er kunna að skapast af því að mikill fjöldi útlendinga sest að í ólíku menningarsamfélagi, sem getur aldrei talist til fordóma, frekar en umræða um kjör aldraðra í samfélaginu. Ritter er einn fárra er virðast hafa til að bera...

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sæll. Nei það getur varla verið að mín reynsla sé eitthvað einsdæmi, heldur aðeins birtingarmynd þess hvernig hin ólíku menningarsamfélög rekast á, eðli máls samkvæmt þar sem til dæmis ólík uppeldisleg viðhorf breytast ekki þótt fólk flytji milli heimsálfa. Þetta mál er enn “ tabú ” í okkar samfélagi en á eftir að koma meir upp á yfirborðið á næstu árum. Fáir gera sér enn grein fyrir því hve hér er um mikilvægan þátt að ræða í grunnkjölfestu samfélagsins, s.s. varðandi agaaðferðafræði, til...

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Kæri Ihg. Svo vill til að ég hefi starfað hartnær áratug í hinum mannlega samskiptageira og sótt ótal námskeið í félags og uppeldislegum þáttum þar sem virðing gagnvart ÖLLUM er grunnforsenda að teknu tilliti til ætternis og uppruna. Ég hef kynnst flest öllum þeim vandamálum, “ öfundar ” argaþras og hefnigirni er til staðar er af hálfu kynsystra minna hérlendra, varðandi stjúpfjölskyldur, einkum þó nagg og nöldur, en ALDREI heyrt um né kynnst því að barni sé neitað að gefa barni gjöf, né...

Re: Lög um útihátíðir?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Góð hugleiðing deddida. Ég held að hvort sem mönnum og konum líkar betur eða ver, þá sé það hollt af fara að huga að því af reyta arfann og illgresið í þessum efnum. Ef til vill má líkja kláminu og þróun þess við lúpinuna sem sáir sér og veður á endanum yfir allt og útrýmir öðrum gróðri. Hefurðu til dæmis tekið eftir því að brandarar sem sendir eru á milli í tölvupósti snúast allir um hvað ?

Re: Ögmundur

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Já það er alveg rétt deddida. Siðblinda af verstu tegund og í raun væri forvitnilegt að vita hvar“ kerlingarnar”, fyrrverandi formaður og varaformaður Eflingar, ( Sóknar ) eru nú niðurkomnir, hafandi sankað félagsmönnum sínum til þess að koma R-lista til valda á sínum tíma, sem hluti af hinum sálugu kommum og alþýaflokk, í forystu fyrir verkalýðinn til málamynda. Að öllum líkindum hafa þær hlotið sæmilega bitlinga einhvers staðar áframhaldandi.

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Því miður hingað flytjast barnungar konur frá útlöndum til þess að ganga beint í hjónaband með íslenskum karlmönnum, á öllum aldri, ef til vill til þess að flýja fátækt í sínu heimalandi. Oft hepppnast slík sambönd með ágætum og er það vel, en ekki alltaf. Ég byrja á því að sýna fólki kurteisi og virðingu og vænti þess að fá slíkt þannig á móti. Því miður hefi ég mætt FUUCK YOU; fram og til baka vikur og mánuði af hálfu manneskju sem ég hafði ekkert gert á hluta, mér vitanlega. Ég var ekki...

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Því miður vinur, rangt. Gef þér annað dagsatt dæmi. Blessuðu barninu, ( barni konunnar og sambýlismanns míns ) var BANNAÐ að sitja samferða mér í bíl, um tíma, að viðlagðri refsingu til handa barninu. ( Refsingu sem ég vissi að gæti verið ól, en slíkt tíðkast í heimalandi hennar. ) Ég lét þetta yfir mig ganga til þess að forða barninu frá refsingu af þessu tagi.

Re: Tóbakslög

í Heilsa fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Góð grein. Ábyrgð á eigin heilsu á ekki ríkið ekki að taka af þér með lögum. Nær væri að hið lögbundna hlutverk er ríkið hefur með höndum væri virkara varðandi t.d það atriði að vernda sjúklinga frá þvi að lenda undir hnífnum hjá læknum sem virðast klaufar en fá að starfa endalaust sem slíkir, sem og öðru er kostar of mikla peninga innan heilbrigðiskerfisins, og ekki verður mjög lengi niðurgreitt af þeim einum er reykja sígarettur. Þar þurfa fleiri “ ábyrgðarlausir ” að koma til.

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Spurning þín. “Getur þú nefnt mér einhverja fordóma, sem innflytjendur hafa á Íslendingum ?” er ástæða þess að ég svara þessum þínum pistli. Svo vill til að ég hefi persónulega mátt mæta slíku,þar sem um er að ræða viðhorf fyrrverandi eiginkonu sambýlismanns míns í minn garð, þótt ég hafi hingað til ekki rætt um það né ritað. Dæmi. Barnið mitt fósturbarn sambýlismanns míns, mátti ekki gefa barni hans, þeirra jólagjöf um jól, því neitaði móðirin. Önnur viðhorf í minn garð ætla ég ekki að...

Re: Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sæll. Stofnun samtaka gegn fordómum, hvort sem er kynþáttaformdómar eða eitthvað annað er álíka því að stofna samtök til þess að uppræta “ Gróu á Leiti ” eða samtök gegn leiðindum. Hver þjóð þarf að takast á við afleiðingar sinnar stefnu eða stefnuleysis hvað varðar fjölgun innflytjenda. Stofnun samtaka til sérstakra réttinda innflytjenda, umfram aðra landsmenn er ekki af hinu góða og aðeins til þess fallið að festa í sessi eitthvert vandamál sem ég held að sé ekki til staðar. kv. gmaria.

Re: Ögmundur

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ögmundur er í of mörgum hlutverkum hvað varðar hagsmunalega þætti, líkt og aðrir innan V.G. er tekið hafa þátt í sveitarstjórn í R-Lista, og sátu sem foringjar í verkalýðsfélögum, við valdatöku R-listans. Hins vegar má segja að hann sé sá eini sem sinnt hefur raunverulegri stjórnarandstöðu á siðasta kjörtímabili með því að láta sig málin varða, og því “leiðigjarn ” varðandi það að vera á móti. Það hefur nokkuð verið í tísku hjá þingmönnum að troða sér í forsvar fyrir hin ýmsu samtök, er...

Re: Pólítísk spilling.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Umsvif ríkisins í málaflokki eins og t.d. heilbrigðiskerfi, má minnka og bjóða út ákveðna þætti þó aldrei með t.d, verktöku lækna við aðgerðir á sjúklingum á sjúkrahúsum. Það er að mínu mati dæmi um vitleysu er slíkt getur gengið út í, undir formerkjum hugmynda um stóraukna hagræðingu í upphafi. Ríkið væri nú á góðri leið með það að sigla á sker ef ekki hefði verið breytt lögum um lífeyrisgreiðslur opinberra starfsmanna. Ég leyfi mér að bera virðingu fyrir þeim forseta sem þjóðin kýs sér í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok