Taka þarf ákvörðun um að BREYTA og BÆTA núverandi kerfi með því að skipta kerfinu í tvennt, stig af stigi, með ákveðinni skerðingu til handa stórveiðiskipum í upphafi í úthlutuðu aflamagni hvert fiskveiðiár. Tvö kerfi, annað núverandi kerfi stórveiðiskipa, og hitt kerfi minni skipa og báta er skyldi algjörlega lúta náttúruvænum veiðum, hvað varðar veiðarfæri og aðbúnað, vélarstærð og afkastagetu, sem og meðferð á fiski, er landað skyldi á markaði er gæðaflokkaði fisk, í verðflokka. Menn sem...