Almennir líkamsþættir og sérstakar aðlaganir: Meðalþyngd húskattar er á milli 2,7 og 4,5 kg, þótt að meðal óhreinræktaðra katta getur það farið upp í 12,7 kg. Meðallengd er 70 cm hjá fressum og 50 cm hjá læðum. Af því að kötturinn er kjötæta er hann með einfaldan meltingarveg , smáþarmarnir er aðeins um þrisvar sinnum lengri en kötturinn sjálfur. Skinn kattarins, samsett af innra og ytra lagi húðar, endarnýjar sig og verst sýkingu fljótt. Smáir vöðvar, fastir við hársekkinn, gera kettinum...