Klukkan slær 12 högg. Það er dimmt úti, drungalegt… kalt… ég hleyp, það eltir, það gerir það alltaf, ég er orðin vön því en finnst það samt ógnvekjandi. Ugla vælir. Ég nálgast húsið. Það er flöktandi ljós í glugga, hann er vakandi! Hurðin opnast, ég brosi, hann hefur séð mig!!! Hann kemur á móti mér, ekki glaður, ég sé að hann er að segja eitthvað, ég vil ekki heyra það. “Við verðum að hætta að hittast svona, þetta þýðir ekki.” Ég fell í jörðina og græt, hann labbar inn, virðist feginn, ég...