ÉG verð nú að segja í hreinskilni sagt að Trentemöller hafi verið ákveðin vonbrigði. Fannst neðri húsar snúðarnir ekki standa sig, þar á meðal Trente. Hann er ekki tæknilega sinnaður greyið, finnst þetta svo klaufalegt þegar plötusnúðar geta ekki mixað. Hann spilaði fína tónlist, sína eigin, en frekar hefði ég nú mætt með lappann bara! Gaman að sjá hann engu að síður. Hefði viljað sjá hann live. Barcode strákarnir á efri hæðinni björguðu kvöldinu af mínu hálfu. Alveg eðal groove tónar...