Með Hunky Dory er Bowie að hefja breytingu sína í Ziggy og t.d. í Changest syngur hann um breytingar á listamanninum og vottar síðan hinum síbreytilega Dylan virðingu sína með lagi. Oh you pretty things er framtíðarspá innblásinn af Nietzsche og hugmyndum hans um ofurmanninn og Bowie yfirfærir þetta hugsanlega á kynlífsbyltingu, kynslóðarbil og menn hafa meiraðsegja nefnt innflytjendur. Annars eru textarnir á plötunni flestir tengdir dulspeki, hugmyndum um ofurmennið og búddisma. Varðandi...