Misskipting í bandaríkjunum er alveg gífurleg. Það má reikna með því að það sé rúmlega ein milljón bandaríkjamanna á vergangi þ.e. heimilislausir og flestir þeirra eða 2 af hverjum þremur eru það til skamms tíma og restin er á götunni til frambúðar vegna ýmissa sjúkdóma einsog t.d. áfengissýki, geðsjúkdóma o.s.f. Eftir að hafa séð þá fenjakofa sem að blökkumenn í flórída búa margir í og svo brjálæðið sem að hvíta fólkið býr við á dýrari stöðum get ég ekki kallað það lífsgæði fyrir alla.