Jæja, undankeppnin þá búin og kom mér satt að segja þó nokkuð mikið á óvart. En svona í tilefni af því að nú styttist óðar í keppnina sjálfa ætla ég að segja álit mitt á ýmsu sem tengist keppninni og bara pæla almennt í henni. Byrjum á undankeppninni í gær, sem gaf kannski aðeins forsmekkinn af því sem við fáum að heyra og sjá á laugardaginn. En ég var nú ekki að upplifa þessa einu og sönnu stemningu sem ,,við“ Íslendingar eigum að upplifa. Ég tók sterklega eftir nokkrum tískuafbrigðum ef...