Þú skalt skoða þetta mjög vel áður en þú ferð út! Ég veit af mörgum dæmum þar sem menn hafa verið að borga jafnvel meira fyrir flugtíman heldur en þeir hefðu gert hérna heima, af því að þeir tóku ekki inní jöfnuna einhvern “óvæntan” kostnað. Áður en þú ferð út skaltu tala við alla skólana hérna heima og láta þá gera þér tilboð í einhvern x-fjölda tíma, kannski getur þú pressað verðið eitthvað niður. Ef þú ætlar að kaupa hlut í vél er það ekki sniðugt nema þú ætlir að fljúga þeim mun meira,...