Hæ hó myndlistarfólk. Ég er með smá pælingu varðandi korkakubbinn okkar. Ættum við að láta gera kannski fleiri korka, fyrir mismunandi hluti, eða bara hafa þetta eins og þetta er? Langbest væri að fá álit ykkar sem nota þetta áhugamál til að finna út hvað væri best. Ég var að pæla að hafa kannski sér kork fyrir skóla, hráefni (litir, málning, pennar, penslar o.s.fr.) eða eitthvað þannig. Mér finnst bara hálf tómlegt að sjá bara einn kork. Komið með hugmyndir og/eða pælingar!