Ég myndi ráðleggja þér að byrja að byggja þig upp fyrir meðgöngu núna, taka vítamín og borða mjög hollan mat, til að geta boðoð fóstrinu bestu mögulegu aðstæður. En ég myndi líka bíða og klára skólann, nota tímann þangað til til að undirbúa mig, maður á að geta notið þess að vera óléttur, maður nýtur þess ekki ef maður er þreyttur og VERÐUR að mæta í skólann, kannski með brjóstsviða, eða óglatt eða eitthvað :) Þá er betra að geta kannski bara verið heima þann dag með góðri samvisku.