Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Zaluki
Zaluki Notandi frá fornöld 45 ára kvenmaður
1.488 stig
———————————————–

Re: Nýtt flugfélag aðeins með

í Flug fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég vildi nú óska þess að það væri ekki alltaf svona mikil kremja í flugvélum, ég held að maður verði 100 sinnum þreyttari í flugvél bara útaf þrengslum í vélunum. Þannig að mér líst stórvel á þetta, ég persónulega væri vel til í að borga aukalega fyrir meira fóta og olnbogapláss í flugvélum :)

Re: Hundaeigendur bridgeáhugamenn?

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Glæsileg hugmynd, vildi að ég ætti ennþá hund :)<br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: gæludyr

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég á fiska og 2 börn, það er nóg í bili.<br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: Hakkinen heldur áfram

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Bara ein pæling, getur verið að hann hafi mýkst aðeins við það að eignast barn í vor? Maður getur ímyndað sér að það hafi einhver áhrif á frammistöðu hans.

Re: Ný regla fyrir LIVERPOOL!!!!!!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hahahahahaha! Þetta ER fyndið.<br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: Börn drepa

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Mig langar að spyrja þig að einu sveinbjo. Við vorum ÖLL börn einhverntímann, þannig að ert þú vond manneskja? Eða eltist þetta af þér um leið og þú varðst eldri? :) Ef að öll börn væru vond þá væri veröldin í messi, allir væri að drepa alla og allir væru að nauðga öllum. Og annar punktur .. börn læra það sem fyrir þeim er haft, það er hægt að gera börn að morðingjum, en með rétt og góðu uppeldi verða þau flest friðsamir elskandi einstaklingar sem virða líf annara. Ég bið þig að lifa...

Re: HJÁLP!! Bíllinn minn frussar!

í Bílar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hehehehe, æji nei, ég verð nú að segja að ég skammast mín hálfpartinn. Þessi bílskratti er búinn að skemma eina peysu fyrir mér, og það er hálf aulalegt að sjá slöngutemjarana bölvandi í hljóði og að vinda flíspeysuna sína :/ Svo horfa þeir á brummann minn með svona murder looki og jafnvel mig líka :( En eitt annað .. hvar get ég látið laga þessa öndun í tanknum og hafið þið einhverja hugmynd um hvað það kostar .. svona ca ?<br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like...

Re: 1001 Images of dogs.....

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ekkert mál :)) Njóttu bara og notaðu óspart! :)

Re: This is Gaby, My wife!

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Mér fannst þetta reyndar svolítið fyndið .. átti von á því að þetta færi á þennan veg. En hún leggst í ástarsorg held ég, og á án efa eftir að tala eitthvað við Pete um þetta :)

Re: Þá er sonur minn komin með nafn

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Til hamingju með drenginn, þetta er mjög fallegt nafn, hreint og sterkt. Þessi önd á myndinni sem þú sendir inn er æðisleg :) Væri vel til í að eignast svona fyrir minn púka =)

Re: 1001 Images of dogs.....

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hurru sko :) Svona gerir þú þinn eigin kork ef að þú ert ekki viss á því hvernig á að gera það. Þannig að ef að þú þarft að koma einhverju á framfæri þá þarftu ekki alltaf að senda inn grein og bíða eftir að því verði hleypt í gegn eða sett á kork :) Þú ferð inn í td. Allt um hunda (klikkar á það) og þá sérðu svona eitthvað aðalval, vinstra megin á því á að standa “nýr póstur”, bara að klikka á það og þá býrðu til þinn eigin póst :)

Re: Íslenski fjárhundurinn

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Þeira gelta mikið, eins og smalahunda er eðli til, en að hann sé heimskur ónytjungur og þar að auki úrkynjaður er ekki satt. Þeir eru ræktaðir markvisst og séð til þess að þeir innræktist ekki. Endilega rökstyddu þetta með heimskuna, athyglisvert að lesa það að íslenskur fjárhundur sé heimskari en önnur hundakyn :)

Re: Hvaða blanda... ?

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það getur verið erfitt að sjá það ef að hann er ennþá hvolpur, en oft geta dýralæknar sagt til um það hvaða kyn þetta gætu mögulega verið.<br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: Hundar

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Maður á nú ekki að vera að klappa ókunnugum hundum :/ Fyrir utan það geta hundar verið geðveikir eins og við mennirnir, ea fengið slæmt eða ofbeldisfullt uppeldi, þannig að þeir geta brjálast, sem betur fer er ekki mikið um það. Sumir hundar eru klikkaðir útaf innræktun, eða afþví að þeir eru of mikið blandaðir .. Það getur allt verið til í dæminu, jafnvel að þeir séu bara að reyna að vernda heimili eða húsbónda þó að það sé ekki raunveruleg ógn :(<br><br>—————————— “Work like you don't need...

Re: Joel og þroski...

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jeminn! Hef ég lifað í blekkingu í öll þessi ár .. er þetta EKKI EKTA ?!?! *panic* china .. heldur þú virkilega að einhver haldi að þessir þættir séu byggðir á raunverulegum grundvelli .. COMEON!

Re: Nágrannar eru..........

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Hvernig í óskpöunum gat þetta verið ókurteist ? Endilega deildu því með okkur svo að við vitum hvort að við eigum að pakka svörunum til þín inn í gjafapappír og setja slaufu á :) Bestu kverðjur, Zallý <br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: Nágrannar eru..........

í Sápur fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Sassa .. afhverju ertu að afsaka spurninguna ? Maður spyr vanalega ekki nema að maður vilji fá svar :)<br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: Besti vinur mannsins?

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Þú fyrirgefur mér vonandi, en ég held að þú vitir ekkert voðalega mikið um hunda :/ Ef að hundur bítur manneskju er honum í 99% tilfella lógað, en sumir hvolpar glefsa, sem er eðlilegt, þeir gleyma sér í hita leiksins. Svona rétt eins og börn eiga það til að bíta óvart þegar að þau gleyma sér í leik .. Þetta með að naga inniskó tengist nú oft tanntöku, eða nagþörf, flestir hundar leggjast ekki á skó, (ekkert sérstaklega inniskór sem er ráðist á held ég)þeir naga bein í staðinn sem eru keypt...

Re: hjálp

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég hef lent í þessu nákvæmlega sama, og þetta er rosalega erfitt og þreytandi :/ Ég myndi mæla með því að fara að setja stelpuan í pössun bara strax, ekki lengi í einu og ekki á hverjum degi. Svona aðallega til að venja ykkur báðar við það að vera ekki með hvorri annari alltaf. Það er eitt það hættulegasta við það að eignast börn að verða of háður þeim, ef þú skilur hvað ég er að fara. Maður gleymir oft að maður er líka manneskja með þarfir til að umgangast aðra án þess að hafa barnið alltaf...

Re: Dalmatíubrjáluðtík

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Eitt annað sem að mér dettur í hug þegar að það er verið að tala um slagsmál hunda, það er hvernig á að stöðva slagsma´lin. Ég hef heyrt getið um 2 aðferðir, og mér þætti gott að vita hvað ykkur finnst um þær, hvort að það sé í lagi að nota þær. Önnur er sú að taka í afturlappirnar á hundunum og draga þá í burtu, vil þá nefna það líka að það er stórhættulegt! Hundar í slagsmálaham geta bitið ykkur fyrir slysni, því verður að framkvæma þetta með mikilli varúð. Hin aðferðin sem ég hef heyrt...

Re: Dalmatíubrjáluðtík

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jámm, þessi sama tík réðist á hund tengdamóður minnar, hundurinn hennar endaði uppi á dýraspítala með gat í lærinu, rosa sár :/ Ég vildi að fólk sem á svona grimma hunda myndi passa þá betur.<br><br>—————————— “Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Mér finnst bara yfirhöfuð æðislegt hvað börn eru þrátt fyrir smá byrjunarörðuleika dugleg að ná góðu valdi á tveimur tungumálum. Það er ekki séns að ég gæti lært að tala 2 tungumál í einu og náð þeim svona vel á 2 árum. Börn eru snillingar! pernilla; ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu, það gæti vel verið að guttinn þinn bara hreinlega segji já við leikskólakonurnar til þess að þurfa ekki að hlusta á þetta baul í þeim :) Börn þola oft ekki þegar að það er verið að spyrja þau í þaula um...

Re: HRAÐINN DREPUR!!!!!!!

í Bílar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég er með hugmynd til þess að fá fólk til að aka hægar og ábyrgar. Það er það að í umferðarskólanum sem maður fer í áður en maður tekur bílprófið, þá finnst mér að það ætti að sýna fólki myndir af fólki sem hefur dáið í svona slysum. Það yrðu þá að vera myndir frá útlöndum þar sem að það er ekki hægt að hafa íslenskar myndir, alltof miklar líkur á því að einhver þekki einhvern sem er á myndunum. Vanalega eru bara sýndar myndir af klesstum bílum, maður fattar það ekki alveg eins þá að það...

Re: hjálp

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
3 ára dóttir mín dýrkar allt þetta Latabæjardót, og er alls ekki hrædd við Magnús Ólafsson. En hún er nú líka mikið eldri en sonur þinn. Mér dettur helst í hug að hann sé hræddur við hann af því að hann er svolítið mikið málaður .. :) Reyndar er stelpan mín aftur á móti dauðhrædd við allan hávaða, og kemur hlaupandi inn ef að hún heyrir í slátturvél eða stórum jeppa einhversstaðar í kílómetra radíus við hana .. ferlega þreytandi, vona að hún fari að komast yfir þetta. En ekki örvænta, mörg...

Re: Dalmatíubrjáluðtík

í Hundar fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Djísúss!!! Ekki hét dalmarinn Talía? Minnir að dalmatíu tíkin sem tók minn hund í gegn hafi heitið það. En ég hefði nú persónulega farið og sagt eigandanum að passa betur upp á það hvað hundurinn hennar væri að gera, og þá jafnvel bara að biðja hana að hafa hana í ól, jafnframt hefði ég (ef að hundurinn hefði verið slasaður) algerlega farið fram á að hinn eigandinn borgaði dýralækniskostnað. Mér finnst það algert lágmark! Eitt samt sem ég var að spá, þetta litla barn .. var það í fylgd með...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok