Ja, eins og ég sagði í fyrra svari, þá hugsa ég að næsta og besta skref væri að ræða við hundaþjálfara, bæði til að fá álit fagmanns, og þá líka ráð um hvernig skal taka á þessu. Það er langbest að taka á svona áður en þetta fer að verða alvarlegt vandamál. Mér dettur helst í hug að hann sé frekur, eins og minn hundur, og ég er að berjast við stælana í honum þessa dagana. Með það hvort að hann ráðist á ykkur eða barnið, get ég ekki svarað, myndi fá hundaþjálfara til að svara því.