Ég held að menntun skipti ekki endilega öllu máli hvað þetta varðar, Ásta í Gallerý Voff hefur ótal meðmæli, og hefur hjálpað ótal hundum og eigendum sem eiga við agavandamál að stríða (já, stundum er eigandinn að gera allt kolvitlaust, ekki hundurinn). Námskeiðin hjá HRFÍ hafa verið mjög vel sótt undanfarið, og komast færri að en vilja, og ég veit að það er löng bið á námskeið fyrir hvolpa á þeim stöðum sem bjóða upp á þau. Það er því greinilegt að fólk vill sækja þessi námskeið, hvort sem...