Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Zaluki
Zaluki Notandi frá fornöld 46 ára kvenmaður
1.488 stig
———————————————–

Re: Hver ræður, ég eða hundurinn ?

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Nei, ég er nefnilega alveg sammála þeim sem segja að hundurinn eigi að borða síðastur. Ef þú lítur aðeins á etferlisfræðina, þá sérðu að foringjar hundaflokksins (fjölskyldan) borða alltaf á undan, svo fá hinir að borða þegar foringinn er búinn að borða. Hundar þrífast best þegar þeir vita nákvæmlega hver þeirra staða innan flokksins (fjöskyldunnar) er, og ef þeir vita að þeir séu lægst settir, þá eru þeir alveg fullkomalega sáttir við að fá síðastir. Hver eru þín rök fyrir þín að hundurinn...

Re: Hunda búr til sölu

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Já frábært! Ég veit mjög bráðlega hvort ég komist suður næstu helgi.<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Re: Hvað er að hjá KSÍ!

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mig langar að benda ykkur á fyrirframgreidd kredit kort .. mastercard plús. Allir geta fengið svoleiðis, hægt að panta þau á heimasíðu eurocard :)

Re: kannanir

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þessar kannanir voru allar samþykktar fyrir 3 mánuðum eða meira, aðeins 2 kannanir hafa verið samþykktar síðan í maí eða júní held ég. Það má senda inn kannanir á ný þann 1. sept.<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Re: Hunda búr til sölu

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
J'a, ég hef áhuga, myndir þú nenna að mæla það ? <br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Re: Hvað er að fólki?

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Steiny: Eigum við þá að láta þessa hunda fá örorkubætur, kardimommudropa og svefnpoka og senda þá út á guð og gaddinn aftur? Ef að það er orðið ómannúðlegt að lóga hundum sem enginn vill, þá vilt þú kannski bara taka við þeim öllum og hugsa um þá ? :) Ég hugsa nú líka að mannfólk sé æðra en flest önnur dýr, við erum á toppnum á fæðukeðjunni, en það afsakar ekki slæma meðferð á dýrum, en að lóga dýrum sem þvælast ein um göturnar, svöng og köld, er ekki ómannúðlegt. PS: Þetta efsta í greininni...

Re: Hver ræður, ég eða hundurinn ?

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Nei, það á nefnilega ekki að gefa hundunum ÁÐUR en maður borðar sjálfur. Hef alltaf heyrt að þeir eigi að bíða þangað til maður er búinn að borða sjálfur.

Re: Hunda búr til sölu

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hvað eru málin á því ? Ég er að leita að búri sem passar undir fullvaxinn stórann Boxer sem er 66 cm á herðakamb.<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Re: Hver ræður, ég eða hundurinn ?

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Takk takk, ég tók hann að mér í enda júní. Hann er semsagt 5 ára Boxer, mikill karakter og búinn að eiga svolítið erfitt síðan hann kom, nýtt fólk, nýjar reglur og þessháttar. Hvernig gengur þér með þinn hund ? Hvaða tegund er hann, og tók hann þér alveg sem húsbónda strax ?

Re: Hver ræður, ég eða hundurinn ?

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Já, þetta eru strangar reglur, og kannski ekki þörf fyrir alla að fara nákvæmlega eftir öllu sem stendur þar, hundar eru svo mismunandi í eðli sínu, sumir eru undirgefnir, aðrir með yfirgang. En þetta er að virka hérna, er með dóminerandi hund sem hefur verið að færa sig upp á skaptið síðan við fengum hann, reyndar var hann orðinn 5 ára þegar við fengum hann, þannig að hann var ekki alveg að gúddera okkur hjónin sem húsbændur held ég, og reyndi stöðugt að komast lengra og lengra. Ég hef...

Re: Þarf að fara :(

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þú gætir bent næstu eigendum á að nota td. Halti göngumúl ef þau eru til í að prófa það, ég hef notað þannig að nokkra hunda með mjög góðum árangri. Hundurinn minn togaði mjög mikið í gönguferðum, mest fyrstu 10-20 mínúturnar, þó að ég væri með hann í hengingaról. Eftir að ég fór að nota múlinn þá er hann hættur að reyna að toga, hann veit að það hefur ekkert upp á sig. Hvernig gengur að finna nýtt heimili ?

Re: Hver ræður, ég eða hundurinn ?

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég hef heyrt að ef það eru einhverjar breytingar á högum fjölskyldunnar, nýr hundur, nýtt barn aðe eitthvað í þá áttina, þá reyni þeir stundum að pota sér áfram. En ef þeir eru látnir fylgja þessum reglum alltaf, þá vita þeir auðvitað hvar þeir standa, og aðhaldið er vitanlega falið í því að lúffa svona.

Re: Hver ræður, ég eða hundurinn ?

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er alveg ótrúlegt hvað maður er að gera margt vitlaust án þess að fatta það sko, ég bara sá það ekki fyrr en ég fór að lesa mér til, og þetta “meikaði alveg sens” um leið og ég las það. Ég held samt að þegar þessi stéttaskipting er komin á hreint að þá líði hundinum bara betur, hann veit nákvæmlega hvar hann stendur og er ekki að reyna að pota sér ofar í goggunarröðinni. Annars vil ég ekki taka kredit fyrir þessa grein, ég þýddi hana bara :/

Re: Hver ræður, ég eða hundurinn ?

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Já, ég nefndi einmitt kjúklingabein í því tilfelli, því maður hefur lent í því að þurfa að vaða upp í munninn á hundunum til að ná í þau þegar þeir hafa nælt sér í þau. Hitt sem þú nefnir er rétt, kom aðeins að því í þessari grein, gleymdi samt þessu með að koma inn og fara út (ætlaði að bæta því inn en steingleymdi því .. ellin sko) Ég leyfi mínum stundum upp í sófa, ef hann er voðalega stilltur, annars ætla ég að hætta því núna þar sem að hann er í valdabaráttu við mig þessa dagana. Þegar...

Re: Svar við grein um ,,tonnatak

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér finnst þetta nú mjög pirrað svar hjá þér Potato. Í fyrsta lagi, þá getum við adminar hérna engan vegin vitað alla söguna á bakvið eitthvað ef aðeins annar aðilinn sendir inn sitt álit, það er ekki okkar að rannsaka þessháttar. Það eru mjög margar greinar hérna sem koma engu röfli við, en því miður hefur mikið borið á röfli undanfarið, það skal ég alveg samþykkja. Það verður líka að taka það með í reikninginn að á hugi.is eru mörg þúsund manns skráðir, á ÖLLUM aldri, og því fólk á öllum...

Re: Bassi litli sem fótbrotnaði

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mikið er gaman að heyra að hann sé að braggast hjá þér, hann verður kominn á fullt eftir smátíma held ég :)<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Re: Þarf að fara :(

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hey hey fólk! Það er alveg alger óþarfi að rífa manneskjuna svona niður, ég er viss um að henni líði nógu illa yfir þessu eins og er. Hún er að leita að heimili fyrir hundinn, þar sem hann fær meiri athygli, meiri aga og líður að öllum líkindum mikið betur þegar hann er kominn yfir söknuðinn. Mér finnst það bera vott um góðann eiganda frekar en hitt. Og annað, það er ofboðslega í taugarnar á mér þegar fólk ber hundauppeldi og barnauppeldi saman :( Þetta er bara ekki sambærilegt. Öll dýrin í...

Re: Hvernig vita piparsveinar eitthvað um ryksugur ?

í Heimilið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ja ojay, ég hef nú lesið það að sumir karlmenn sem hafi reynt þetta hafi endað stórskaddaðir á slysadeildum eftir þessar tilraunir þínar … allavega ef ég skil þig rétt með notkunina sem þú ert að spá í ;D

Re: Cavalier hvolpur til sölu

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Held að hún hafi meint strax eftir svona stuttan tíma, er hann ekki 3 mán ? Ertu komin með heimili fyrir hann? Vildi að ég ætti pening fyrir svona hundi, mér finnast þeir alveg yndislegir að innan sem utan :) Ég vona að hann finni frábært heimili!<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Re: Tíska og Útlit

í Tilveran fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ömm .. ekki lesa greinarnar þar ?<br><br>—————————— <i>Nennir þú að rétta mér pennann ?</i

Re: Þarf að fara :(

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Spotta, ertu alveg búin að gefast upp ? Hvernig ræður þú ekki við hann á daginn? Mig langaði nefnilega að benda þér á að það gæti vel verið að hann sé á gelgjunni núna, og að þetta tengist ekki beint barninu. Þegar hundar eru á gelgjunni þá einmitt eiga þeir það til að naga allt sem fyrir þeim verður auk þess að taka upp hin ýmsu hvolpa hegðunarvandmál (míga inni oþh) Ef þú hefur áhuga, þá veit ég að Hildur sem er á bestivinur.com (spjallinu) er alveg snillingur í svona hundadóti (að mínu...

Re: ungabörn og hundar ...

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Frábært innlegg hjá þér IceCat, mæli með að greinahöfundur fari frekar eftir þessu svari en mínu, þar sem að IceCat veit MIKIÐ meira um þetta en ég :)

Re: Hvernig vita piparsveinar eitthvað um ryksugur ?

í Heimilið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
lhg bregst aldrei þegar það kemur að því að grafa upp ólíklegustu hluti, yrði fínn einkaspæjari held ég :)

Re: ungabörn og hundar ...

í Hundar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég ákvað að samþykkja þessa grein þó að hún væri í styttra lagi, vegna þess að mér finnst þetta góð spurning. Því miður þá þekki ég Dobermanninn ekki ´nógu vel til að geta svarað þessari spurningu hjá þér. Ég hef þó heyrt að það eigi að leyfa hundinum að taka mikinn þátt í því að “hugsa” um barnið, leyfa honum að skoða vel og þefa, alls ekki að láta barnið verða eitthvað sem má ekki koma nálægt (gætu orðið abbó). Hugsa að þetta sé voða svipað og bara fyrir börn að fá systkini. Einnig að sama...

Re: Orkuveitan og Alfreð Capone

í Heimilið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér finnst þetta ákaflega asnalegt, að hækka verðið af því að þeir eru ekki að græða nóg, samt er fólki bent á að spara heitt og kalt vatn lon og don.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok
Tilvitna...
Setja í tilvitnun