Ég hef verið að nota Opti-men, breytir svo sem ekki öllu hvaða fjölvítamín, skoðaðu bara innihalds lýsinguna að það sé með öll vítamínin og steinefni. Lýsi er gott stuff, fæ mér svona perlur 3x3-4 á dag (perlur því ég er kelling og klígjast við lýsisbragðið). Ágætt líka að fá hollar fitur úr fisk (sem þú borðar), hnetum, lífrænt hnetusmjör (nom nom), kókosolíu, möndlum, ólífum,etc. Með eftir æfingar, mundi bæta einhverjum einföldum kolvetnum inn, þarf bæði prótein og kolvetni fyrir endurbata...