Þegar ég var í 10. bekk, fyrir ca. 3 árum, þá fórum við í bekknum til Danmerkur. Við vorum 22 og við söfnuðum fyrir ferðinni að mestu sjálf, en við fengum ágóðan af árshátíð skólans. Við t.d. bökuðum kleinur og seldum, söfnuðum áheitum og héldum dansmaraþon, héldum diskótek sem fólk borgaði sig inn á o.fl. Kennararnir hjálpuðu okkur alveg slatta, sáu t.d. að mestu um að skipuleggja ferðina og 3 þeirra fóru með okkur út. Við vorum í Danmörku í ca. viku og gistum fyrst í skóla og svo á...