Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Heilsukjaftæði nútímans

í Heilsa fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jamm, vöðvarnir þurfa prótein…en HEILINN þarf KOLVETNI!!!…það útskýrir margt ;)

Re: Heimasaumuð eða keypt föt?

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Mér finnst mjög smart að ganga í heimasaumuðum fötum. Geri reyndar ekki mikið af því sjálf, en myndi vilja það. Ef maður saumar sín föt sjálfur þá eru meiri líkur á að maður verði ánægður með flíkina og þá á enginn alveg eins.

Re: Heimilið og húsgögn

í Heimilið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
1. Eldhúsið mitt er MJÖG lítið, svo lítið að þar rúmast ekkert nema bekkurinn og lítil eldavél ofan á bekknum. 2. Ég er með e-n gamlan sófa og stóla(uppruni ókunnur) og borð úr Rúmfatalagernum. 2. Er með tvö tölvuborð(annað undir tölvuna, hitt undir naggrísinn) og sjónvarpsborð úr Rúmfatalagernum. Kommóður og hillur líklegast úr Ikea. 4. Borðsofa! Nei, ekkert svoleiðis 5. Er með rúm úr Rúmfatalagernum. Skáp, bókahillu og kommóðu úr Ikea og gamla stóla sem ég veit ekki hvaðan eru komnir. 6....

Re: 2 sniðugar bækur

í Heimilið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jamm, þetta er mjög fín bók, hef svolítið skoðað hana. Ágæt til að fletta uppí ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við heimilishaldið.

Re: Bókalestur fyrir börn

í Bækur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það var mjög mikið lesið fyrir mig í æsku, alveg frá því að ég man eftir mér (2-3 ára). Mamma las alltaf fyrir mig fyrir svefninn. Ég varð eiginlega bara hálfsvekkt þegar ég var búin að læra að lesa og mér var sagt að ég gæti bara lesið sjálf, það var svo ósköp huggulegt að kúra hjá mömmu og hlusta á sögur. Ég held reyndar að samveran sé ekki síðri hluti í að lesa fyrir börn heldur en bækurnar sjálfar. Það er oft talað um því fyrr sem byrjað er að lesa fyrir börn því betra. Ég held að það...

Re: Er Guð gleymdur?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
“Við sjáum að um leið og Guðshræðslan hverfur þá fylgja hræðilegir glæpir og afskiptaleysið í kjölfarið.” En hefur Guðshræðslan ekki líka leitt til hræðilegra glæpa? Kristnin hefur verið notuð til að halda fólki niðri í margar aldir, notuð til að blekkja fólk og notuð af siðlausu fólki til að komast til valda. Ég held í raun að við værum betur sett án skipulagðra trúarbragða. Ég tel að betra væri að við myndum efla trúna á sjálf okkur og skynsemina. Ég held að Þjóðkirkjunni sé haldið uppi af...

Re: Tjáningaraðferðir

í Rómantík fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þó að kynlífið sé vissulega mikilvægt þá held ég að sambandið sé ekkert of gott ef umræðuefnunum fækkar eftir því sem sambandið lengist. Í mínu tilfelli er það þveröfugt, umræðuefnunum fjölgar(hef verið í þessu sambandi í 3 og hálft ár) Kveðjur, Xenia

Re: Pilluáminning

í Heilsa fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég var einmitt að skrá mig á pilluáminninguna fyrir rúmri viku, og þetta er rosalega þægilegt. Þetta klikkaði nú samt eitthvað í gærkvöldi(mundi samt eftir pillunni, því þegar maður fær alltaf áminningu á sama tíma þá prentast þetta inn) og fékk áminninguna mína kl.11:30 í morgun 13 tímum eftir að hún hefði átt að koma. En ég mæli samt hiklaust með þessu :) Kær kveðja, Xenia

Re: Naggrísinn minn Tommi

í Gæludýr fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ohhh…krúttleg grein. Ég á einmitt eitt stykki naggrís sem heitir Grísla og hún er algert krútt. Hún er rétt rúmlega 3 ára núna og ég á eftir að sakna hennar þvílíkt þegar hún deyr. Það er alveg ótrúlega gaman að þessum naggrísum, þó sumum kunni að finnast þeir lítilfjörleg dýr. Kærar kveðjur, Xenia

Re: húsgögn ?

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég versla mín húsgögn í Rúmfatalagernum og það hefur bara reynst ágætlega hingað til.

Re: skólabyrjun(FÁ)

í Skóli fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég er í FÁ og ég fékk töflu með 10 einingum til að byrja með, skráði mig í 25 og er að klára. Ég skráði mig meira að segja í LOK103 og ÍSL803 sem að komast alltaf inní töflu af því að þeir eru utan venjulegs skólatíma, en nei, þeir komu ekki inn í upprunalega töfluna mína. Svo fékk ég ekki töfluna mína fyrr en á öðrum skóladegi, alveg fáránlegt. En ég er allavega komin með töflu núna en hún er frekar götótt miðað við venjulega, en ég verð víst bara að láta mig hafa það. Nýti eyðurnar bara...

Re: Matarinnkaup heimilisins

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég versla langmest í Bónus í Kringlunni enda er það búðin sem er næst mér og er langódýrust. Mér finnst hún alveg sæmilega snyrtileg og rúmgóð, miklu betri allavega en Bónus í Skeifunni og Spönginni, reyndar er Bónus í Smáranum ágæt líka. Við erum bara 2 í heimili en samt finnst mér ekkert of stórar pakkningar í Bónus nema á einstaka vörum. Í sambandi við mjólkurvörur og kjötvörur í Bónus þá tékka ég alltaf síðasta söludag á því, því það eru oft bara nokkrir dagar eftir í það að maturinn...

Re: Matur, fljótlegur, hollur og ódýr

í Heilsa fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Í mötuneytinu í Ármúla er hægt að fá margt fleira en kók, snickers, trópí og skyr.is(gæti samt verið að það væri svoleiðis núna, ætti eftir að panta meira). Venjulega hefur verið hægt að fá þar MSjógúrt, ávexti, samlokur m/ ýmsu áleggi, ávaxtasafa, mjólk, pasta, kleinuhringi, tebollur og svo ýmsar tegundir af nammi og gosi. En mér finnst frekar dýrt að versla alltaf í þessari sjoppu og svo freistast maður oft til að kaupa sér nammi, svo að ég reyni að hafa með mér nesti annað slagið. Þá...

Re: Svefnherbergi...mikilvægasta herbergi heimilisins

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Svefnherbergið er auðvitað mjög mikilvægt…og þá sérstaklega rúmið. Ég þyrfti í raun að fara að fá mér nýtt rúm, hef bara ekki alveg efni á því eins og er. Kveðjur, Xenia

Re: Að flytja að heiman....

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég var 16 ára þegar ég flutti að heiman. Ég var að fara í skóla og flutti inn til kærastans míns.

Re: Gólflampar

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mig hefur lengi langað í svona gólflampa. Finnst þeir margir hverjir mjög flottir og þessi sem þú ert með er algert æði. En húsnæðið sem ég er í núna ber það ekki alveg að hafa stóran lampa, læt mig hafa það að bíða eftir að komast í stærra húsnæði. Kveðjur, Xenia

Re: Trúlofun...

í Rómantík fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þessi týpiska trúlofun þýðir í mínum augum að parið ætli að gifta sig, en ekkert endilega innan árs. T.d. eru foreldrar mínir búnir að vera trúlofaðir í 16 ár, en það er kannski fulllangt. Ég er 19 ára og er búin að vera í föstu sambandi í rúmlega 3 ár og verið í sambúð í tæplega 3 ár. Í mínum huga höfum við verið trúlofuð mestan hluta sambandsins eða frá því að við lofuðum að vera trú hvort öðru. En við höfum engu lofað um það hvort við ætlum að vera það allt til æviloka bara svo lengi sem...

Re: Er þetta normal!?!????!!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ekki veit ég hvort þetta er normal. En ég veit að maður getur fengið hárlos þegar maður er stressaður, eða reyndar oftast nokkrum vikum eftir að maður hefur verið stressaður. Getur verið að strákurinn þinn hafi verið undir einhverju álagi nýlega? Með kærri kveðju og von um að þetta lagist sem fyrst, Xenia

Re: Islenska nafn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
http://domsmalaraduneyti.is/interpro/dkm/dkm.nsf/0/25BCC0B88CD23FDA0025668A00607D96?OpenDocument&Highlight=0,_j9lgmsrj1dqa6crg_ Þetta er svolítið ítarlegra yfirlit t.d. nöfn sem eru bara leyfð sem millinöfn. Svolítið langt url en það verður að hafa það.

Re: Hver er hulda í raun og veru?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég held nú að kasmírsíðan hennar Huldu sé varla svo opinber vettvangur að svona lagað leyfist ekki. Svo megum við víst láta skoðanir okkar í ljós. Hefuru eitthvað í höndum annað en það að þér líkar vel við manninn sem bendir til þess að hann hafi ekki gert þetta? Kveðja, Xenia

Re: Virðing og fordómar, ofl

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég leyfi mér að giska á að þú sért með þessari grein að vísa í umræðuna um kókið og mjólkina(endilega nefndu samt einhver dæmi, það vantar alveg í greinina). En hefuru einhverntíma heyrt minnst á rökræður og skoðanaskitpi? Ef að ég sé eitthvað eða heyri sem að ég veit eða finnst ekki vera rétt og tel mig hafa eitthvað vit á málinu þá læt ég í mér heyra. Þegar ég hef eitthvað í höndunum um málið eins og tilfellinu með kókið og mjólkina þá segi ég ekki bara “Jájá, það gæti vel verið rétt hjá...

Re: Börn og mataræði

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þetta er svo mikil vitleysa hjá þér. Reyndar er mjólk meira “fitandi” en kók. Í kóki eru 43 hitaeiningar en í nýmjólk eru 68 hitaeiningar. Í hverju felst það að mjólkin sé meiri matur en kókið? Í mínum huga getur það hugsanlega falist í því að í mjólkin inniheldur langflest næringarefnin þar af mest af B-vítamíni, kalki og fólasíni. En kókið inniheldur ekkert nema örlítinn vott af kalki, natríum og kalíum en það inniheldur aftur á móti MJÖG mikið af viðbættum sykri og alls kyns aukaefnum...

Re: Börn og mataræði

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég get ekki orða bundist vegna þess sem blom skrifar og ég vona að sem fæstir trúi því sem skrifar þarna. Það sem blom skrifaði: “Mig langar líka til að benda á eitt, það er ekki betra að gefa barninu mjólk með mat, mjólk er nenfilega líka matur og þar af leiðandi er það eins og 2faldur skammtur ef barnið (eða fullorðin) fær mjólk með mat og í því tilfelli er kókið betra heldur en mjólkin, maður nýtir þó sykurinn í kókinu. Það er líka sannað að maður fær ekki allt þetta kalkmagn beint í æð...

Re: Veit einhver um góðan barnasálfræðing?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég veit að Húgó Þórisson hefur hjálpað mörgum börnum með góðum árangri. Og ég held að það sé góð hugmynd að prófa að fara með drenginn til sálfræðings. Það er mjög líklegt að hann hafi orðið fyrir einhverjju áfalli nýlega og það getur líka verið að hann sé þunglyndur. En endilega drífið ykkur með hann til sálfræðings til að fá hans álit. Gangi ykkur vel, Xenia

Re: Börn og mataræði

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Fjölbreytt fæði úr öllum fæðuflokkum er það eina sem virkar, bæði á börn og fullorðna. Við þurfum t.d. líka að borða fitu og raunar á hún að vera um 30% af heildarfæðunni og okkur er líka nauðsynlegt að fá sykur(náttúrulegur sykur t.d. úr ávöxtum er auðvitað bestur). Ég hugsa að þú(chloe) nærir börnin þín alveg á eðlilegan hátt þó að það sé ekki hrein hollusta í hvert mál. En það er eitt sem ég held að ætti alveg að strika út úr mataræði barna sem eru undir 8 ára og það er kók, það er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok