Sprækur: Já akkúrat! Okkur líður vel ef fólkinu í kring um okkur líður vel. Ég held raunar að eftir því sem maður verður eldri, eykst þessi þáttur í vellíðun okkar. Ég tala nú ekki um ef maður á fjölskyldu og börn. En þetta er okkur væntanlega í blóð borið. Mínar hugmyndir varðandi þetta, eru eftirfarandi. Að í raun og sann, er sjálf okkar samsett og háð ytri aðstæðum, að mjög miklu leiti. Minningar okkar, fólk sem við þekkjum, foreldrar, systkyni, vinir og vandamenn, börnin okkar, heimili...