Ætli það fari ekki best á því að telja upp flokka talna, eða mengi talna. Og þar með útskýrt óræðar tölur, ma “kvaðratrótnina af 2”: Fyrst er að nefna mengi náttúrulegra talna, oftast táknað með stóru enni “N”: Þær eru tölurnar sem við notum þegar við teljum. N: {0, 1, 2, 3, …} Þar á eftir kemur mengi heilra talna, táknað “Z”. En mengi náttúrulegra talna “N” er hlutmengi í Z. Þeas er einnig innifalið í mengi heilra talna. Z: {…, -3, -2, -1, 0, 1, 2, 3, …} En menn voru fljótir að átta sig á...