Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Tilgangur:

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Blublu: Ef e-r gerir e-ð, en gerir það þó viljandi. Mun hann í það minnsta hafa sjálfa athöfnina sem tilgang, þe markmið. Athöfn eins og að “rétta hendi í átt að hurðarhún” hefur td þann tilgang að “taka um hurðarhúninn” og svo endanlega að snúa hurðarhúninum og opna hurðina. En sá einn sem framkvæmir veit sannarlega tilganginn. Við getum einnig hugsað okkur athöfnina að klappa höndum, bara til að klappa, en það hefur þó þann tilgang að klappa höndum. En etv blundar þrá til útrástar, eða...

Re: Tilgangur:

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Blublu: Hvað er ástæða? Er ástæða ekki orsök athafnar e-s með vilja?! Þe ástæðan er, það sem talið er, eða “vitað er”, að var uppspretta e-r athafnar, sem framkvæmd var. Ástæða er ekki það sama og tilgangur. Íþm hvað varðar minn skilning á þessum tveimur hugtökum. Endilega útskýrðu þitt sjónarhorn. Kv. VeryMuch

Re: Tilgangurinn góði!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Lain: Já já.. Mig grunar að þú sért að blanda hagstjórnarsjónarmiðum samanvið tíðaranda í samfélaginu. Ég hef ekkert á móti samkeppni á markaðinum, þegar kemur að viðskiptum og skynsamlegri hagstýringu. En það sem ég tel miður, er þegar fólk færir þessar leikreglur yfir á einkalífið. Þessir hlutir ættu ekki að blandast um of, íþm eru þetta ekki sömu hlutirnir. Þó gætu sumir viljað blanda þessu saman í sínu eigin lífi, og það er þeim velkomið. En ég tel samt að það sé grundvallar munur á...

Re: Tilgangurinn góði!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Larandaria: Rosalega er ég feginn! :) Mér er nefninlega farið að sýnast þetta keppnisviðhorf vera farið að verða skuggalega algengt. Það veldur mér áhyggjum. Það leiðir ekki endilega til árangurs. Það er nefnilnlega eins og allt (svo til) sem maður sér í sjónvarpinu sé gert fyrir klósettþjálfaða hálfvita, sem hugsa með lægsta samnefnefnara mannlegrar tilveru. (Konur og karlar.) Mér líður stundum eins og geimveru þegar ég get ekki samsamað mér við neitt sem er ætlað “öllum”. Nútíminn er...

Re: Tilgangurinn góði!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Larandaria: Er lífið keppni?! Ég vona þín vegna að þú sért að grínast. Annars eru hjarðir af bjánum sem eru þessu eflaust sammála.

Re: Tilgangurinn góði!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Popcorn: Mér þykir þú vera orðinn nokkuð sleipur í þessu. ;)

Re: Hugleiðing.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
EkztaC: Já já, þetta er ekkert sérlega agaður texti hjá mér. Og það er hárrétt hjá þér að hann er þess eðlis að hann speglar merkingu þess sem les hann. Þeas eins og þú lýstir því, að maður heldur að hann segi e-ð en hann þýddi e-ð annað fyrir höfundinn. En ef tilfinningin kemst til skila, og ef textinn kemur af stað e-m hugsunum og hugmyndum í huga lesandans, þá er markmiðinu náð. Jafnvel ef hann var aðeins skemmtilegt rugl, sem hann var NB ekki. En þetta er ekki hardkore heimspeki, ég er...

Re: Hugleiðing.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Popcorn: Já, maður er skrímsli innst inni, ef maður kafar nógu djúpt. Eða hve nakinn veruleikinn er í raun, og að maður er órjúfanlega partur af honum og þal nakinn á sama hátt. Hmm.. ég er raunar að velta fyrir mér mörgum hlutum, aðallega tilverunni og sjálfum mér í henni. Þetta er svona “lin heimspeki”.

Re: Tilgangurinn góði!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Fólk er heilmikið að grauta í þessu sé ég. Ég held að við getum sett samasem merki milli athafna sem hafa tilgang og þeirra athafna sem eru viljandi. Athafnir sem eru að uppfylla vilja geranda, hafa ss tilgang. Aðrar ekki. Pæliði í þessu. Kv. VeryMuch

Re: Ein fáránleg pæling sem bekkjarfélaga mínum datt í hug í eðlisfræðitíma

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Segðu vini þínum að það sé bjánalegt að búa til rökleiðingu sem standist ekki í raunveruleikanum, og þykja undarlegt að ályktunin standist ekki í raunveruleikanum heldur. Kv. VeryMuch

Re: Ekki er hægt að sanna neitt...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég held ég sé bara sammála. Sjá greinar: Lífið er lygi!: " http://www.hugi.is/heimspeki/greinar.php?grein_id=29128 “; Endimörk þekkingar. : ” http://www.hugi.is/heimspeki/greinar.php?grein_id=38483 ". Kveðja VeryMuch

Re: Hugleiðing.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er ekki nema von að e-r klóri sér í hausnum eftir að hafa lesið þetta. Þetta er raunar ca tveggja mánaða gamall texti. Ég þurfti að lesa þetta tvisvar sjálfur til að átt mig á því hvað ég var að fara. Þar sem nógu langur tími hafði liðið til að ná fjarlægð á textann. En hitt eru mikil mistök, að afskrifa þetta sem án innihalds. Þetta liggur þarna í textanum. Það þarf eflaust að lesa hann nokkrum sinnum til að ná þessu. En þegar ísinn hefur verið brotinn, er þónokkur safi í þessu, sem er...

Re: Er mannkynið komið eins langt og við höldum?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Tyse: Þar sem þessi vefur hefur nú einu sinni heimspeki sem sína yfirskrift vil ég veita þér eilítið heimspekilegt aðhald, sem tíðkast síst annarstaðar. Það er ekki gert af e-i neikvæðni, eða leiðindaskap, gagnrýnin þjónar viðfangsefninu. Gagnrýni er nauðsynleg svo viðfang umræðunnar fái að njóta sín, og jafnvel svo hún beri e-n ávöxt (niðurstöðu í formi aukinnar þekkingar eða reynslu); en það ætti að vera verðugt markmið hverskyns umræðu, ef e-ð markmið er til staðar á annað borð....

Re: STÖÐNUN

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ekki slæmt umhugsunarefni. Ég held að einhverskonar gagnrýni, niðurbrot, jafnvel ofbeldi, séu bestu meðulin við stöðnun. Dauði gæti jafnvel verið meðal gegn stöðnun. Kv. VeryMuch

Re: ský !!?!!?!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já skýið hefur ss ekki nægan þrýsting til að leyfa þér að fljóta, ekki næga þéttni, þal ekki nægan massa per rúmálseiningu. Ský eru hvít því að ljósið dreyfist í þeim, hvort það er alspeglun eða ekki skal ég þó ekki segja, en þetta er speglun e-r. ;) Kv VeryMuch

Re: Lífsmunstrið.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta er allt gott og blessað, and life goes on. ;)

Re: Kerfisbundin kássa

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Popcorn: Það eru nokkrar hæpnar forsendur í greininni þinni og einnig nokkrar hæpnar ályktanir. En mér er alveg sama, þetta var falleg grein. :) Einhverjar smá villur eru í góðu lagi þar sem heildar myndin var það sem skipti máli hjá þér. Mér fannst hún örvandi aflestrar og bera vott um mikla gerjun í höfði þínu Popcorn. Ég er ss hrifinn. Keep it up! :) Kv. VeryMuch

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Gthth: Já já, þetta liggur orðið nokkuð skýrt fyrir. Það er svosum ágætt að skýra línurnar, hvað varðar skoðanir, sjónarhorn, áherslur osfrv. :) Það er svona fræðandi, eða viðauki reynslu á skoðanaskiptum og þh. Kv. VeryMuch

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Gthth: Já ég var að reyna að leiða rökum að möguleika þess að orsök hafi endi sem afleiðngu. Ég er samt ekki viss um að það sé vit í þessu. Ég vil líta á náttúrulögmálin sem rökleg lögmál í röklegu kerfi. En einmitt þetta röklega kerfi er notað til að móta kenningar sem síðar eru sannreyndar með tilraunum. En þú mátt vera ósammála. Varðandi rökfræðina, þá má vel hugsa sér að þú takmarkir hana við yrðingar. En í mínum huga er hún miklu meira en það. Líttu bara á tölvur og hverju þær hafa...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Gthth: “Með afleiðingar. Getur þú ekki hugsað þér að eitthvað sé þannig að það hafi engin áhrif á neitt? Er ómögulegt að einhver kubbur sé síðastur í einhverri tiltekinni dómínóröð orsaka og afleiðinga?” Ef við höldum okkur við alheiminn td, en ekki e-ð ónefnt kerfi, þá mætti hugsa sér orsök á endi. Sú orsök þyrfti að vera nákvæmlega, fullkomin andhverfa heimsins, réttum fasa. Þannig mætti hugsa sér að heimarnir núlluðu hvor annan út. Hliðstæða væri td tvær andstæðar bylgjur sem deyja út á...

Re: Hvernig allt skiptir einhverju máli

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já allt er tengt. ;) Kv VeryMuch

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Smá sýring til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning: “Í raun eru engin tré, engin epli, allt er það sama. Þar sem lína verður aldrei dregin á milli þessara hluta. Lína verður líklega aldrei staðfest á milli orsakar og afleiðingar. Það er að vera. Við skilgreinum þessi skil og línur aðeins í huga okkar, til að geta komið áætlunum okkar í framkvæmd, til að spá um stefnuna sem heimurinn tekur. Við finnum regluna í óreiðunni, við fynnum mynstrið í heiminum, þar sem við sáum aðeins kaos áður. Í...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Gthth: “Til að byrja með er það ekki eitt og hið sama, að orsakast af og að verða til.” Þetta kann etv að hljóma svona einfalt en ég sé nú flóknari og margbrotnari fleti á þessu. Hversdagslega tölum við um að e-ð verði til, þegar nýr hlutur tekur form. Þá á ég við td að epli “verður til” á greinum eplatrésins. En er það í raun svo að epli “verði til”? Atóm og sameindir raðasér upp í kerfi, erfðaefni skiptir sér og býr til fræ, í formi aldins, hversdagslega kallað epli. En hvenær verður eplið...

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Gthth: “Og það er ekki sjálfgefið að (1) sé rökfræðileg nauðsyn. Sá er kjarni málsins.” Ertu að meina að það sé hægt að smíða kerfi þar sem við getum látið “eitthvað” orsakast af “engu” og “ekkert” orsakast af “einhverju”? Kv VeryMuch

Re: Allt og Ekkert

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég skil svo ekki af hverju það er farið að flækja stærðfræði inn í þessa umræðu um allt og ekkert. Þó notuð séu tákn sem tengjast stærðfræði, þá þýðir það ekki að reglur stærðfræðinnar séu röklega leyfilegar í framhaldi af því. Ef að ég kallaði epli “1” og appelsínu “2”, þýddi það ekki að við gætum stundað garðyrkju með því leggja saman einn og tvo og fá út þrjá. Varðandi rúmfræðilegar túlkanir þá eru þær áhugverðar, en það þýðir ekki að þær séu “sannar”. Stafirnir hér eru td rúmfærðileg...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok