Auðvitað er núverandi ástand slæmt. Ef ekki annað, þá af þeirri einföldu ástæðu að skemmtanahald fólks annars vegar vel undir tvítugu, og hinsvegar yfir, fer ekkert sérlega vel saman. Sjálfur er ég 24 ára, og ég viðurkenni fúslega að þegar ég fer út að skemmta mér, þá er ég ekki hrifinn af því að hafa hóp af krökkum undir lögaldri vappandi stóreygðir og opinmynntir í kringum mig á skemmtistöðunum. Ekki vegna þess að ég hafi eitthvað á móti krakkagreyiunum sjálfum, heldur einfaldlega vegna...