Jæja, gott og vel, ég skal rökstyðja það sem ég á við uppá þá von og óvon að þú komir til með að skoða þetta. Ég veit ekki alveg hvernig mér tekst að útskýra þetta fyrir þér þar sem ég er ekki eðlisfræðilærður, heldur bara leikmaður og áhugamaður um náttúruöflin. Ég vil setja upp dæmi. Gefum okkur að við séum tveir að spila saman. Tveir félagar að berjast gegn einhverjum óvinum. Þú hefur hæfileikann að hreyfa þig á svona súper-hraða. Við hljótum að vera sammála um að þú þarft að sjá alla...