Ég ruglaðist eitthvað í trendunum milli 1988 - 1992 og var með ljótasta sítt að aftan í heimi þó ég hlustaði bara á metal eins og t.d Metallica, Iron Maiden, Ozzy Osborne, DIO ofl. Þetta hár mitt var viðbjóður andskotans, kleprar og slitnir endar. Bróðir minn teipaði á mér hausinn og þá hlakkaði í honum og pabba mínum, nú myndi ég loksins klippa þennan ófögnuð af hausnum á mér. En neei! Ég var þvermóðskan og uppreisnargirnin uppmáluð og reif teipið af með eigin höndum, en það tók nokkra...