Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Leiðarljós 23.9.2003

í Sápur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hey þetta er jafnframt elsta sápuóperan í heiminum í dag. Byrjaði sem útvarpssápa á 4. áratugnum. Beat that Nágrannar!

Re: Upplýsingar um Sögubreytingar Í LOTR

í Tolkien fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Alls ekki, Tolkien gerir nú meira úr konum en margir aðrir á hans tíma. Galadriel er nú mjög stór persóna í bókunum, Arwen er mikill hluti af þessum bókum (þó hlutverk hennar hafi aðeins verið aukið í myndinni) og ekki er hún Éowyn heima að hræra í graut! Segi ekki meira en það. Annars finnst mér Liv Tyler standa sig mjög vel í þessum myndum. Ég hef ekki verið aðdáandi hennar hingað til en í þessum myndum stendur hún sig skínandi vel.

Re: nafnabók

í Hundar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Minn á að heita Pippinn Ef ég einhverntíman fæ hann

Re: Hundar sem ekki fara úr hárum?

í Hundar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Takk fyrir Ég kíki á þetta

Re: Upplýsingar um Sögubreytingar Í LOTR

í Tolkien fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Allar þessar breytingar og öll þessi atriði sem þú ert að tala um eru í TTT ekki í ROTK. þú gerir þér grein fyrir því er það ekki?

Re: Hundar sem ekki fara úr hárum?

í Hundar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
það getur verið bæði, en hundar sem ekki fara úr hárum eru með minna af flösu. Ofnæmi getur stafað af hári, flösu (húðflögum) og próteinum (sem koma með slefi ofl.) En hundar sem ekki fara úr hárum og eru þvegnir reglulega eru bestir fyrir ofnæmisgemlinga.

Re: Harry-Hrokagikkur?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 7 mánuðum
True!

Re: Faramír

í Tolkien fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Já þú segir nokkuð. Breytingin á Faramír er það eina sem ég hef verið ósátt við varðandi myndirnar. Ég segi eins og þú að ég var mjög ósátt við Peter Jackson varðandi þetta. En þú hefur rétt fyrir þér þetta eykur vægi Aragorns til muna. Það er punktur sem ég var ekki búin að sjá. Ég er samt ekki viss um að ég sé sátt við að fórna Faramír til að Aragorn geti verið sterkari. Faramír þarf að vera svoldið sterkur þegar kemur að ROTK. Við þurfum að elska hann svoldið. Ég er allavegana mjög spennt...

Re: Leiðarljós 24.9.2003

í Sápur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Rusty flutti til Tulsa. En við sáum Hart líka hitta Bridget. Það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir núna. En hvar er hann búinn að vera? Af hverju fór hann? Ég hef ekki verið að fylgjast með í svoldinn tíma núna.

Re: Pæling í sambandi við allt í bókinni.

í Harry Potter fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nei, þetta virkar ekki svoleiðis á Íslandi. Ef foreldrar þínir deyja ferð þú til nánasta aðstandenda, yfirleytt eldra systkynis sem orðið er fullorðið eða til afa og ömmu. Ef hvorki eldra systkin né afi og amma eru til staðar þá er það bara næsti aðstandandi, s.s. móður- eða föðursystkyn. Guðforeldrar eiga að bera ábyrgð á trúarlegu uppeldi þínu og fylgjast með að foreldrar þínir séu að kenna þér kristna trú, bænir og að þekkja Guð. Ef foreldrar þínir eru ekki að standa sig í þessum efnum...

Re: Pæling í sambandi við allt í bókinni.

í Harry Potter fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nei ef það væru þær þá vissi Harry það nú þegar. Eina ástæðan fyrir því að hann vissi ekki um Sirius var sú að hann var talinn glæpamaður og enginn vildi segja Harry að Guðfaðir hans hefði selt foreldra hans í dauðann. Ég yrði ekkert hissa á ef það væri einhver sem við þekkjum ekki nú þegar. Eða að það væri Alice Longbottom, það útskýrir afhverju Harry veit ekki af henni. Venjan er jú að það þurfa að vera tveir skírnarvottar/guðfaðir og móðir. Allavegana á Íslandi, veit ekki hvernig þetta er...

Re: Af hverju treystir Dumbledore Snape?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Var það ekki þegar hundurinn réðst á hann?

Re: Getur einhver hjálpað mér?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það stendur í kaflanum “The hearing” á bls. 134 í minni útgáfu. “The wich to the right of Fudge leaned forwards so that Harry saw her for the first time. He thought she looked like a large, pale toad. She was rather squat with a broad, flabby face, as little neck as Uncle Vernon and a very wide, slack mouth. Her eyes were large, round and slightly bulging. Even the little black vevet bow perched on top of her short curly hair put him in mind of a large fly she was about to catch on a long...

Re: Endalokin

í Harry Potter fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nei það held ég ekki. Ástæðan fyrir því að þau hittu Neville á spítalanum var til að Ron og Hermione myndu líka vita hvað kom fyrir foreldra hans, til að við lesendurnir myndum betur skilja Neville og til að minna okkur á hvað gerðist. Önnur ástæða fyrir því að spítalinn er sýndur er til að kynna okkur stað sem við vissum ekki almenninlega um áður (höfðum heyrt af en vissum ekki nákvæmlega hvernig var), Harry og félagar þurftu líka að sjá starfsmann galdramálaráðuneitisins fá Djöflasnöruna...

Re: Hvernig dó?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Er hún ekki frænka Siriusar en systir Narsissu Malfoy? Það held ég

Re: okkverju er ekkert gott til?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Svona er lífið bara, sumir lenda í hverjum hremmingunni á fætur annari en aðrir sigla í gegn um lífið með þær stærstu áhyggjur í hvaða skóm þeir eigi að fara á ballið. En það er líka til gott í heiminum, hvort sem er í Harry Potter heiminum eða í okkar heimi. Harry sýndi það og sannaði þegar hann vann sigur á Voldemort með því einu að elska. Ástin getur sigrað allt. Bíddu bara og vittu til eitthvað gott gerist í næstu bók. Svo er ég ekkert ennþá búin að gefa upp alla von um að sjá ekki...

Re: Hvernig dó?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er rétt. Hún píndi Longbottom hjónin, hún, maðurinn hennar, Barty Crouch jr. og einhver einn í viðbót held ég. En ert þú ekki búinn að lesa bókina sem spyrð svona? Og ef ekki afhverju ertu að spyrja áður en þú lest?

Re: Tolkien vs. Peter Jackson

í Tolkien fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mér fannst Tom Bombadil leiðinlegur og það er ekki mikill missir af honum hvað söguþræðinum viðkemur. Annars kemur aldrei fram að þeir hafi ekki farið í gegn um the Old Forrest, það er bara ekki sýnt. Við vitum ekkert hvað gerist á milli ferjunar og Bree, eða hvursu langur tími líður á milli. Tzip

Re: Guiding Light persónur 1.hluti

í Sápur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hann dó allavegana, man samt ekki hvernig. Hélt að hann hefði dáið í þyrluslysi en það var Maeve. En hann er allavegana dáinn því að annars væri Ben ekki hjá Fletcher, því að hann er nátturlega líffræðilegur sonur Kyles.

Re: Guiding Light persónur 1.hluti

í Sápur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Kyle Sampson var ekki blóðfaðir Möruh. Það var ekki víst í fyrstu þetta var svona faðernismál með DNA rannsókn og fleiru en í ljós kom (eftir allskyns misskilning, falsanir á niðurstöðum ofl.) eftir ca. 6 mánuði eða svo að Josh væri alvöru faðirinn. En India Von Halkein var nátturlega allra best. Þegar hún var gift Philip og gerði ekki annað en að kúga hann og Alexöndru það var bara hreint brillíant!

Re: Reva.

í Sápur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Já já Reva er búin að vera með miklu fleirum, ég var bara að telja upp þá sem hún hafði verið með í Lewis fjölskyldunni. S.S. allt karlkynið sem komið er yfir tvítugt nema sonur hennar. En nei Kyle var ekki faðir Möruh það var Josh, það var svona faðernismál með DNA rannsóknum og fleiru og eins og venjulega í GL fóru allar skírslur í hönk og var falsað þrisvar eða fjórumsinnum en svo kom loks í ljós að Josh var raunverulegur faðir Möruh. En Reva er með öllu sem hreyfist.

Re: Samviskubit yfir barnapíulaunum

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nei Cruxton það eiga ekki allir foreldra sem geta passað! Ég er heppin og á fjölskyldu sem getur hjálpað mér enda hef ég ekki þurft að fá barnapíuna mína í nokkurn tíma. En ef maður þarf oft á barnagæslu að halda er ágætt að hafa einhvern sem maður treystir vel og getur borgað smávegis fyrir. Það er ekki endalaust hægt að níðast á fjölskyldumeðlimum. Allavegana ekki ef maður er kurteis og vel upp alinn!

Re: Tolkien vs. Peter Jackson

í Tolkien fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég verð að segja að ég er sammála lang flestu sem þú segir þarna. Jackson hefði aldrei getað skrifað betri bók og Tolkien hefði ekki getað gert betri mynd. Þetta er bara ein af staðreyndum lífsins sem aldrei verður haggað. En mér finnst samt að Peter Jackson takist snilldar vel upp með persónusköpun og fleira sem Tolkien gleymir alveg. Tolkien gleymir að segja okkur meira frá manninum Boromir t.d. Hann gleymir að sýna okkur hvað býr í fleirum en t.d. í Frodo (þá sérstaklega í the...

Re: Leiðarljós 17.9.2003.

í Sápur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það tekur því ekki að skammast í þeim, sumir fá bara enga ánægju út úr nokkru í lífinu öðru en að gera lítið úr öðrum. En þetta var fín grein hjá þér, kominn tími til að einhver sinni GL svolítið líka. Er Bridget búin að fara heim? Veit Ed og vinir hennar núna að hún er ófrísk? Ég er búin að missa af þessu svoldið lengi núna.

Re: Leiðarljós 16/9

í Sápur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Jæja svo nú kemst líklega loksins upp um Nadine! kominn tími til Og vonandi er ekki komin ný leikkona fyrir Alex. Gaman að þessu hjá þér keep up the good work!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok