Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ítalska kápan af Fönixreglunni

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
úúúúú…. bara coolisti ;)

Re: Fönixinn hanns Siriusar 5 og 6 kafli

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Já það eru smá spoilerar, en ég vil minna hugara á að segja ekki hvar þeir eru. Kveðja Tzipporah p.s. Flott saga!

Re: Survivor 6.þáttur 27.okt

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Richard sem var fyrsti survivorinn. Hann var mjög sterkur og áberandi allan tímann. Svoldið svipað og Rupert, nema bara ekki eins almennilegur. En það var eflaust bara því að hann var sá eini sem skildi leikinn almennilega. Hinir föttuðu ekki að mynda bandalög. Vona að Rupert vinni, hann á það svo skilið, auk þess sem að hann myndi án nokkurs vafa nota peningana til góðs. En ég efast þó um að hann komist alla leið. Einfaldlega því að hann er of mikil ógn. En það má alltaf vona.

Re: Flottast

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Til hvers vantar þig stig? Ég á heilan haug af þeim og nota þau aldrei!

Re: Ítalska kápan af Fönixreglunni

í Harry Potter fyrir 21 árum, 5 mánuðum
hmmm…. mér finnst sú enska nú flottari. Bæði barna og fullorðins útgáfan. Veit einhver hvernig sú íslenska lítur út, eða er hún eins og sú enska?

Re: Afhverju trúir enginn!

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Málið er bara það að með því að láta Sirius falla lifandi inn í heim hinna dauðu, skildi Rowling eftir smá svona “loophole” til að hann gæti hugsanlega fundið leið til að koma aftur. Það þíðir ekki að hann komi aftur heldur bara að við getum haldið í vonina. Sirius dó ekki beinlínis heldur fór inn í heim hinna dauðu og þaðan hefur enginn komið aftur… ennþá. Þetta er svoldið klassískt í ýmsum svona þáttum og sögum sem snúast um gladraveraldir ofl. Einhver fer yfir í aðra vídd, allir telja...

Re: *Smá spoiler*

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Fór hann á lestarstöðina í vögnunum í lok fjórðu bókarinnar?

Re: Varðandi dáldið í bókinni....

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Nákvæmlega. Dumbledore virðist halda að það sé um Harry og skilur það því þannig að sá sem hann merkti myndi verða hinn útvaldi. En ég held að það sé Neville. Merking eða ekki, þá er ég handviss um að það verður Neville sem bjargar heiminum að lokum.

Re: *Smá spoiler*

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Nei það er ekki rétt. Harry var við hliðana á Cedric já, en hann lá á jörðinni í hnipri því að hann var með svo hryllilega verki í örinu. Verkirnir voru svo miklir að hann sá ekki neitt. Hann heyrði bara Cedric lenda á jörðinni við hliðina á sér, leit upp og sá að hann var dáinn. Alveg það sama og gerðist þegar mamma hans dó. Það er bara spurning hvort að skilningur hafi eitthvað með málið að gera. Hann skildi hvað var að gerast þegar Cedric dó, ekki þegar mamma hans dó. Kveðja Tzip

Re: Stjórnendur

í Sorp fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Kerfi huga er þannig sett upp að ef að grein, tengli, mynd eða skoðanakönnun er hafnað þá fær notandinn skilaboð. Án þess að admin þurfi að koma þar inní. Ef þú hefur ekki fengið neitt svar þá held ég að ástæðan sé frekar sú að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar þú sendir greinina inn. Hún hafi hreinlega ekki komist til skila. Gott er að vista greinarnar á tölvunni sinni áður en þær eru sendar af stað til að eiga aukaeintak ef eitthvað skildi fara úrskeiðis. Mistök verða jú allstaðar....

Re: Admin

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Takk fyrir Kveðja Tzip

Re: mála mála

í Heimilið fyrir 21 árum, 6 mánuðum
he he takk fyrir það er nú líka hægt að notast við allskyns mottur. T.d. flottar þemamottur í Ikea, með pöddum ofl. á. Kveðja Tzip

Re: Admin

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Já, ég er nýji adminin og ég er sem sé kvenkyns í fyrsta lagi. Og jú ég veit nú ýmislegt um hann félaga okkar Harry Potter. Hef lesið allar bækurnar á ensku og fyrstu þrjár á íslensku. Ég hef líka séð þær myndir sem nú hafa komið út og stefni á að sjá hinar um leið og þær verða birtar. Ég hef ekki skrifað inn greinar hér nei, en ég hef sett inn þó nokkra korka og svarað mörgum greinum og korkum. Ég hef verið virk á áhugamálinu þó að ég sjái kannski ekki mikla þörf fyrir að vera að senda inn...

Re: Varðandi dáldið í bókinni....

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er alveg sammála þér. Ég held að Neville eigi eftir að spila stóran part í síðustu bókunum. Ég hef nú reyndar sagt þetta áður hér á korkinum, en ég skal alveg endurtaka það. Hlutverk Nevilles hefur verið að aukast með hverri bókinni og ég held að það eigi eftir að halda svoleiðis áfram. Mín spá er á þann veg að Harry reyni að drepa Voldemort en takist það ekki og deyji. Þá stigi Neville upp og drepi Voldemort. Það eina sem ég er að spá í er þetta með merkinguna. En hann gæti vel merkt...

Re: *Smá spoiler*

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hann sá foreldra sína deyja, því að hann upplifði það aftur og aftur í þriðju bókinni þegar hann lenti í Vitsugunum. Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér. Skil ekki alveg afhverju hann sá þá aldrei áður. Finnst samt svoldið skrítið af Rowling að hafa svona stórt “plothole” ekki líkt henni. Hún hlýtur að hafa sínar ástæður.

Re: Enn um fáklætt fólk

í Deiglan fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Að sjálfsögðu er jafnrétti bæði kvenréttindi og karlréttindi. En þessi barátta sem gengur undir nafninu kvenréttindi er oft á tíðum föst í að hugsa um að konurnar eigi að fá allt á kostnað karlanna. Því er ég ekki sammála frekar en þú. Ég var ekki að segja að karlkyns fegurðar samkeppnir væru af hinu góða. Ég var einfaldlega að varpa fram spurningu. Sú staðhæfing hafði komið fram að kvennafegurðarsamkeppnir væru slæmar og væru að skemma baráttuna fyrir jafnrétti og þær konur sem tæku þátt í...

Re: Enn um fáklætt fólk

í Deiglan fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Í fyrsta lagi, ef pointið með greininni var eingöngu að það er slæmt að hafa þessi klámmyndbönd í sýningu alla daga þar sem börn og unglingar horfa uppá, þá tíndist það í allri kvennréttindabaráttunni þinni. Ég aðhyllist ekki kennréttindi, ég aðhyllist jafnrétti. Það er allsekki sami hluturinn. Mér finnst t.d. mjög fáránlegt að Hans Petersen fékk verðlaun frá jafnréttisráði fyrir að hafa 70% stjórnenda sinna konur. Afhverju er meira jafnrétti að hafa meirihlutann kvenkyns en að hafa...

Re: Dartaníja Dreów,kaflar1-7 Áhugaspuni MEÐ SPOILERUM

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
ok. Ég get skilið það. Kveðja Tzip

Re: Enn um fáklætt fólk

í Deiglan fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jæja Hildur mín!!! Það geta fleiri verið reiðir en þú! Hildur veistu að það er fólk eins og þú sem gerir það að verkum að konur GETA ekki lengur verið heimavinnandi húsmæður? Ég myndi t.d. gjarnan vilja vera heimavinnandi húsmóðir, hafa það að mínu eina starfi að hugsa um barnið mitt, manninn minn, heimilið og hundinn, en nei ég það er ekki hægt. Fyrir ekki svo löngu síðan kom upp umræðan um að hafa ákveðin “húsmæðralaun”, þar sem annað foreldrið gat verið heimavinnandi og fengið greidd laun...

Re: Draco Malfoy

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Maður hlýtur að fyrirgefa það ;o) Hvernig gekk þér? Kveðja Tzip

Re: Draco Malfoy

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þessi grein hefur allt að bera til að verða góð grein, en ég skil ekki afhverju þú lagaðir hana ekki betur áður en þú sendir hana inn. 1 Fyrsta efnisgreinin er hálf á ensku og hálf á íslensku. 2 Malfoy vill ekki læra að verjast myrku öflunum, hann vill læra að nota þau. 3 Útliti drengsins er lýst þrisvar sinnum. Þetta voru verstu villurnar að mínu mati en svo eru hér nokkrar sem kannski skipta ekki miklu máli. 4 Á einum stað stendur (reyndar á ensku) að hann eigi uglu á öðrum stað á hann...

Re: Meira Trivia um Fræga fólkið

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Nákvæmlega Þetta var það eina sem ég vissi.

Re: Dartaníja Dreów,kaflar1-7 Áhugaspuni MEÐ SPOILERUM

í Harry Potter fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er nú búin að vera að fylgjast með þessari sögu hjá þér frá byrjun og ég verð að segja að þér fer fram. Mér fannst hún óttalega ruglingsleg í byrjun og veit eiginlega ekki afhverju ég hélt áfram að fylgjast með, en það var eitthvað sem heillaði mig. Kannski það að þetta er allt öðruvísi en allir hinir áhugaspunarnir sem eru í gangi hérna. En ég varð allavegana ekki fyrir vonbrigðum með að halda áfram. Mér finnst sagan vera að skírast og aðeins að róast. Það var svoldið mikið að gerast í...

Re: Leiðarljós 14/10/03

í Sápur fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Glæsilegt Ein spurning samt: Ég sá smá brot en gat ekki fylgst með, Hvað fór fram í Lewis húsinu þegar Bridget og Hart voru með barnið? Kveðja Tzip

Re: Survivor - 4.þáttur

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég verð nú að segja að ég er alls ekki með kynþáttafordóma og trúi ekki á að dæma fólk eftir hörundslit. En mér finnst oft að þessir örfáu blökkumenn og konur sem slæðast í þessa þætti séu hreint ekki með gáfaðasta fólki. Ekki svo að segja að allir hvítir í þáttunum séu gáfumenni aldarinnar, síður en svo. En ef við tökum þessi tvö sem nú eru á eynni, þá er Osten einhver sá vitlausast og mesti aumingi sem ég hef séð. Hann er stór og sterkur en alger vælukjói. Ef hann sýndi aðeins meiri dug og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok