Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Harry og konurnar

í Harry Potter fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég geri mér grein fyrir því, en sagan er skrifuð frá sjónarhorni Harrys og við sjáum því bara það sem hann tekur eftir. En vissulega er mikið um sterkar karlpersónur í þessum bókum. Én ég held að Minerva, Molly, Sprout og fleiri væru betur kynntar fyrir okkur ef Harry væri stelpa. Hann hefur bara ekki það mikinn áhuga á þeim að hann sé eitthvað að hugsa út í hvaða mann þær hafi að geyma.

Re: cho - hp

í Harry Potter fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Harry á eftir að enda með Luna Lovegood. Það var nú svolítið íjað að því í lok fimmtubókar. Honum leið vel í návist hennar, hún skildi hvað það var að missa foreldri, hann vildi segja henni hluti sem hann vildi ekki segja neinum öðrum. Hún er spes en ég held hún eigi eftir að koma á óvart.

Re: Neville Longbottom :D

í Harry Potter fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég held að hann eigi eftir að spila stórann part í endalokum Voldemorts. Spádómurinn hefði getað verið um hann, reyndar eins og Dumbledore sagði þá valdi Voldemort Harry og merkti hann, en fylgismenn hans merktu nú Neville illa á sálinni. Ég held að hann eigi enn eftir að spila stórann part hvað þetta varðar. Ég væri svosem ekkert hissa þótt að Voldemort myndi drepa Harry og svo kæmi Neville og réði niðurlögum Voldemorts (vona ekki, en það kæmi mér ekkert á óvart). Ef Neville ætti ekki að...

Re: nöfnin

í Harry Potter fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Nei, Ron verður Minister of Magic eða eitthvað svoleiðis. Hermione gæti orðið aðstoðarskólastjóri, það er hvort eð er aðstoðarskólastjórinn sem ræður flestu hvað varðar skipulag og stjórnun skólans. Skólastjórinn tekur stóru ákvarðanirnar, en það er aðstoðarskólastjórinn sem gerir flest. Þannig er það allavegana í flestum framhaldsskólum á Íslandi, og mér virðist það vera þannig líka í Hogvarts. En reyndar held ég að Hermione ætli í krossferð til að bjarga heiminum. Hún talaði um að hún...

Re: Harry og konurnar

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ballatrix Lestrange sem píndi foreldra Nevills.

Re: nöfnin

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Mér fannst Harry brilliant kennari og ég var að vona að hann myndi hætta að eltast við það að verða skyggnir og finna þarna köllunn sína sem kennari. Svo sá ég það alveg fyrir mér að hann myndi kenna við Hogvarts og mörgum árum seinna taka við starfi Dumbledors sem skólastjóri.

Re: Percy W.

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nei það held ég ekki. Hann er alveg þessi típa sem fórnar fjölskyldunni fyrir framan. En hann er ekki vondur. Hann er bara mjög framagjarn og metnaðargjarn. Ég held að núna þegar Fudge hefur séð Voldemort og samþykkir endurkomu hans og allt fer í gang í ráðuneitinu þá verður Percy allt í einu einn sá virkasti í að vinna á móti honum. En mig grunar að hann fái ekki eins mörg tækifæri til þess núna, hann er búinn að brenna ansi margar brýr að baki sér. Auk þess var hann bara komin svona hátt í...

Re: Er Survivor ekta?

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hey, það eru bara hvítir leikarar í Friends og þeir eru að njóta mikilla vinsælda. Vinirnir eiga bara hvíta vini og vinnufélaga. Ef ég man rétt er Julie (kærasta Ross í 2. seríu) eina manneskjan í allri þáttaröðinni frá upphafi sem ekki er hvít. Það eru ekki einusinni hörundsdökkir viðskiptavinir á kaffihúsinu.

Re: samansafn

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Var Ludo Bagman Death eater? Og hvað er hinn Black strákurinn bróðir hans Siriusar, var hann ekki Death eater? Tzipporah

Re: Harry og konurnar

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er heilmikið til í þessu. Það er lítið um spennandi kvenpersónur í þessum bókum. Mér finnst reyndar vera kafað svolítið dýpra í margar persónur í 5 bókinni og þár finnst mér Hermione skara fram úr og finnst hún að mörgu leiti skemmtilegri persóna en Harry. En við erum nátturlega að skoða heimin úr augum stráks og hann er að leita sér að fyrirmynd í heiminum og karlmennirnir hafa þar af leiðandi meiri áhrif á hann en kvenfólkið. Hann er ekki enn farinn að spá neitt alvarlega í stelpum en...

Re: Er Survivor ekta?

í Raunveruleikaþættir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég held að meiri hlutinn af þessu sé “real”, en það er samt ýmislegt kryddað. En mér finnst líka svoldið spes hvernig vinningar hafa fallið. fyrst var það hvítur hommi svo kom hvít fullorðin kona svo kom gyðinga strákur síðan svört kona svo kom ungur hvítur karlmaður (sá fyrsti sem ekki tilheyrir minnihlutahóp) og svo núna síðast ung hvít stúlka. Ég held að þessu sé svolítið stýrt að vissu leiti. Ef ekki þá er það ótrúleg tilviljun hvað margir minnihlutahópar eiga sigurvegara og hvernig...

Re: Skrýtið hvernig þetta breytist

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég var algerlega mótfallin þessu til að byrja með, langaði ekkert að lesa þetta og fannst þetta bara heimskulegt rugl um eitthvað kukl og dót. En svo smám saman voru allir í kringum mig orðnir hooked og þegar mamma var meira að segja búin að lesa þetta ákvað ég að nú þyrfti ég að lesa þetta til að vera viðræðuhæf. Ég fékk fyrstu þrjár lánaðar hjá littlu frænku minni, á íslensku og kláraði þær á tveimur dögum hverja þeirra. (Ég les mjög hægt og síðasta bók sem ég las fyrir þetta tók mánuð.)...

Re: Göldrótti Gleraugnaglámurinn

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Heyr heyr!!! Mér finnst alveg ótrúlegt hvað fólk er pirrað hérna á þessu áhugamáli. Ef þið vissuð þetta þá bara fínt fyrir ykkur, verið þá ekkert að lesa þetta aftur. Ég vissi þetta t.d. ekki og hafði mjög gaman af. Þegar maður hangir inni á sama áhugamálavefnum í nokkur ár er nokkuð víst að það koma endurtekningar, þannig er það bara. Fólk fær hugmynd að grein, sér eitthvað sniðugt sem það langar að deila með öðrum og setur það á vefinn. Það byrjar ekki á að fara í gegn um hverja einustu...

Re: Adult útgáfur

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er ekki rétt, þetta er nákvæmlega sama bókin, bara önnur kápa, svo að fullorðið fólk geti lesið hana í lestinni án þess að skammast sín fyrir að vera lesa barnabók. Mig grunar reyndar að fullorðins kiljurnar séu með minna letri, en ég veit það ekki fyrir víst, allavegana er fullorðinsútgáfan í hardcover með jafnstóru letri og alveg eins í alla staði og hin. Þetta eru barnabækur og þær eru skrifaðar fyrir börn. Þær eur ekkert mildaðar neitt fyrir börn. Þær eru bara klæddar í felubúning...

Re: Aldur

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er flott. Það að Voldemort sé 70 í síðustu bókinni er örugglega með ráðum gert. 7 er af mörgum talin tákn fullkomnunar, svo það gæti verið að það spili eitthvað inní hjá honum, ef ekki þá er það samt cool. Ég vissi að Hagrid og Voldemort hefðu verið í skólanum á sama tíma (eins og allir sem lesið hafa Leyniklefan) En ég vissi ekki að Minerva hefði verið þar á sama tíma. Svo var Dumbledore nátturlega kennari þar á þessum tíma. Svo allt gengið hefur langa sögu að baki. Ég er viss um að...

Re: Eitthvað

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Dökkbláa? Ég hef ekki séð hana, ég var að tala um þessa svörtu og brúnu.

Re: Cho Chang

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hvað meinarðu mannlegur, hann er GELGJA! -af verstu sort. Æ, kannski tekur maður meira eftir þessu þegar maður er vaxinn uppúr gelgjunni sjálfur ;o)

Re: Daniel Radcliffe

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég held hann hafi misskilið þig, að hann hafi haldið að þú værir að meina að Harry Potter sé í Griffindor. Það er ekkert gefið að Daniel Radcliffe vilji endilega vera á sömu heimavist og Harry. En mér fannst þetta skemmtileg grein hjá þér, líka greinin um Emmu. Ég vissi ekki helmingin af þessu. Vissi varla að hann heitir Daniel (hef ekki stúderað myndirnar mikið, kann aftur á móti bækurnar hér um bil utanað!) Takk fyrir þitt framlag Tzip

Re: Eitthvað

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Dökkleita bókarkápan er fullorðinsútgáfa. Það er enginn munur á bókunum sjálfum, þetta er bara gert til að fullorðið fólk geti haft bókina með sér í lestinni eða á öðrum fjölförnum stöðum án þess að “skammast sín” fyrir að vera með “barnabók”. Allar Harry Potter bækurnar eru til í venjulegri útgáfu og fullorðins útgáfu.

Re: Cho Chang

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Æ, Harry fór nú meira í taugarnar á mér en hún í þessari bók. Hann var svo vitlaust. Hann hefur aldrei áður verið svona vitlaust. Hann treystir engum nema sjálfum sér, er skapillur og heldur að hann viti allt best. Hann treystir því ekki að þeir sem hafa áður staðið í þessari baráttu og eru talsvert eldri og lífsreyndari en hann viti betur. Og varðandi Cho, þá gerir hann ekki annað en að segja vitlausa hluti og hlustar ekkert á það sem Hermione segir honum. Hann gerir ekkert til að bæta úr...

Re: vissu drápararnir

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Samt er Harry með meira “töfrablóð” í æðum því að mamma hans var muggleborn norn en Tom Riddle eldri var bara venjulegur muggi.

Re: Mannlegur?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nákvæmlega!

Re: Sims Superstar - klúður!

í The Sims fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er fáránlegt! Það er nú líka viðurkennt hjá EA að stundum þarf að henda út leikjunum og setja þá upp aftur, vegna bilanna. Ég myndi senda þeim í þjónustuverinu úti póst og spyrja út í þetta. Segðu bara að þú hafir verið að fá þér nýja tölvu eða eitthvað.

Re: Sally Price, 1. kafli- Áhugaspuni

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ertu í alvörinni bara 11 ára? Þetta er rosalega flott hjá þér. Keep up the good work! Endilega komdu með framhald eins fjótt og þú getur. Ég er orðin spennt. Mér finnst mjög fínt að kynna nýjar persónur inn í þennan heim. Hogwarts er nátturlega stór skóli með fjöldan allan af nemendum og við þekkjum ekki nema örfáa með nafni hvað þá meira. Hver erum við að segja að þar sé ekki líka stúlka að nafni Sally Price? Mér finnst þetta mjög flott hjá þér. Tzip p.s. mér finnst þetta svoldið fyndin...

Re: Voldemort í fjórðu myndinni:

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég efast ekki um það að Rowan Atkinson sé mjög góður leikari og geti farið vel með þetta hlutverk, en ég held bara að tengingin sé of sterk. Ég held að hans fortíð, m.a. sem MR. Bean, geti skemmt mikið fyrir honum í hlutverkum sem þessum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok