Ég er með beagle, sem er þrjóskari en flest. Svona aðferðir virka engan vegin á þá, þeir verða bara pirraðir og hættir að finnast gaman að fara út. Við aftur á móti vorum með keðjuól (hengingaról), en jafnframt með pylsubita!!! Við gengum áfram, ef hann togaði þá kipptum við fast og sögðum ákveðið NEI! Ef hann var duglegur við hliðina á okkur þá fékk hann pylsubita og hrós. Þetta virkaði mjög hratt og tók ekki nema 2-3 daga. Mæli með þessari aðferð. Kveðja Tzipporah og Porthos