Ég á yndislegan Beagle hund, en ég mæli ekki með þeim við hvern sem er. Beagle hundar eru afskaplega þrjóskir og það þarf mikla þolinmæði og vinnu til að ala þá upp. Þeir eru jafnframt óskaplega skemmtilegir, glaðlyndir, barngóðir og umframt allt fallegir. Þetta eru að mínu mati ein skemmtilegasta hundategundin, en það er mjög mikil vinna að eiga einn slíkan. Þeirra helstu ókostir eru þrjóskan og nefið. Það er ekki nóg að kenna Beagle hundi einu sinni að hann megi ekki fara upp á...