Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Titta
Titta Notandi frá fornöld 26 stig

Re: Staða innflytjendamála í Danmörku í stórum dráttum

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þú segir nokkuð. “Stór hluti innflytjenda í Danmörku lifir á opinberum bótum og meira en helmingur þeirra er án atvinnu. Á meðan 75% Dana á aldrinum 16-66 ára voru í vinnu árið 2000, var hlutfallið aðeins 38% hjá innflytjendum sem voru annars staðar að úr heiminum en frá Vesturlöndum. Afgangurinn af þeim var meira eða minna á framfærslu hins opinbera og/eða viðriðnir einhvers konar glæpastarfsemi” Ja hérna, mér þykir þú fróður og sniðugur að lesa úr tölum. Ástæðan fyrir þessum 38% er...

Re: Staða innflytjendamála í Danmörku í stórum dráttum

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þú hefur þá greinilega misst af því þegar nokkrir meðlimir flokksins voru dæmdir á síðasta ári fyrir rasisma!

Re: Meirihluti Breta vill hertari innflytjendalöggjöf

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Úrtak aðeins 2057!!!!! Miðað við heildarfjölda landsins (þónokkrar milljónir) þá tek ég nú lítið mark á þessum tölum.

Re: Allt of horaður.

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hehehe… Aumingja foreldrar mínir i gamla daga. Það voru hreinlega allir að minnast á það hvað aumingja barnið (ég) liti nú hræðilega illa og vannært út. Það þurfti að plata matinn ofan í mig, og ég slapp ekki við að borða hann! Vegna allra athugasemdanna varðandi mig þá var mamma greyið ansi oft með mig hjá lækninum. En alltaf sagði læknirinn: “Ef barnið er ekki veikt, eða líður illa, þá er allt í lagi með það”. Læknir vinkonu þinnar virðist ekki hafa meiri áhyggjur af þessu en að benda...

Re: Barnsmóðir

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nú er hún ekki fullorðin fyrren en hún er 18 ára samkvæmt lögum. Og þó að þú hafir séð um þig sjálfa frá 16 ára aldri þá þýðir það ekki að allir geti það. Athugaðu að ef þú t.d. ert komin í stóran mínus á bankareikningnum þínum þá er það á ábyrgð foreldra þinna eða forráðamanna að borga það. Þú hafðir ekki tækifæri á því að fá pening hjá foreldrum þínum. En hún hefur það, og meira að segja samkvæmt lögum. Pabbi hennar vill greinilega hjálpa henni og af hverju ætti hún ekki að vilja taka á...

Re: Íslenskar Myndir

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hahaha… “Ríkið, þú meinar ÁTVR” Svo setningin sem er eitthvað á þessa leið: Eigið þið hamborgara, … Júmbó … láttu mig fá brenni líka. Ekki nákvæmlega orðrétt, en innihaldið segir jú sitt:) ps. ég get hækkað og lækkað með hugarorkunni

Re: Íslenskar Myndir

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nákvæmlega! Hvernig er hægt að gleyma henni? Núna rúmum tíu árum seinna er maður enn að nota setningarnar úr henni:) “…Unnur … Unnur … af hverju ertu svona blá?” :)

Re: Aftaka kvenna að hætti Múslíma

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
En það er nú eitthvað samhengi á milli þess sem stendur í sharia og þessa dæmis. Samfélagið var svona á þessum tíma. Það er engin tilviljun að þetta sé nefnt í báðum ritum.

Re: FORDÓMAR í samfélaginu!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Veistu hvað, ég held að þú þurfir að vakna upp af fegurðarsvefninum og líta í kringum þig, sorry! Íslendingar frjálslyndir? Þetta má ekki, hitt er bannað … bjór bannaður til 1989!!!!! Ef maðurinn í næsta húsi kaupir sér svartan leðurg-streng þá þurfa allir að hneykslast á því. Ef þú heldur að lituð börn verði ekki fyrir aðkasti í skólunum þá verð ég að biðja þig að opna augun. Var engum strítt í þínum skóla? Feiti strákurinn, rauðhærði strákurinn … Þeir sem voru eitthvað öðruvísi en aðrir...

Re: Ingibjörg

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Lastu yfirhöfuð það sem ég skrifaði? Ég tók skýrt fram að ég er ekki kvenréttindakona og kæri mig ekki um að konur t.d. stofni eigin banka. En, nú veit ég ekki hvesu gamall þú varst þegar Kvennalistinn var stofnaður, það var þörf á Kvennalistanum á sínum tíma. Á þeim tíma var ekki jafnrétti í þjóðfélaginu og með tilkomu Kvennalistans og öllu fjaðrafokinu í kringum hann opnuðust augu margra kvenna, og karla. “Fólk á að komast áfram á eigin verðleikum, ekki eftir kyni, húðlit eða trú.” Það er...

Re: Ingibjörg

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Vil byrja á að taka það skýrt fram að ég er ekki kvenréttendakona! En … … athugaðu eitt. Þó að karlmönnum hafi ekki verið leyft að ganga í Kvennalistann og þar fram eftir götum, þá var brýn þörf fyrir Kvennalistann á sínum tíma. Þetta var stórt, og nýtt, og eitthvað sem erfitt verður að toppa í íslenskri pólitík. Málefni kvenna á þessum tíma voru ekki eins og þau eru í dag, og Kvennalistinn var frábær vettvangur til að sparka í rassgatið á kvenfólki landsins. Nú er ég ekki að meina að allir...

Re: Aftaka kvenna að hætti Múslíma

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég hef ekkert á móti notkun orðsins í dæminu sem þú sjálf nefnir. Það sem pirraði mig var að þú skildir kalla mig fáfróða (“fáfróða mannsins”), sem er í allt annarri merkingu, og í þokkabót við aðra manneskju. En fyrst þú ekki meintir það eins og þú virtist skrifa það þá læt ég það liggja.

Re: Gyðingar hafa engan grýtt í þúsundir ára og gerðu það bara á áratuga fresti fyrir þúsundum ára!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þú talar um: “Ég hef já ekkert út á þessa setningu að setja svo sem annað en að þessir ”þeir“ eru ekki til á sama hátt og þeir sem fara eftir sharia, því jafnvel í eldgamla daga var það undantekningin að drepa fólk og kom varla fyrir. Það veit fólk almennt ekki og það býður upp á mikinn misskilning.” Ég hefði kannski getað skrifað setninguna örlítið betur. En ég var nú alls ekki að tala um gyðinga frekar en kristna. Ég var að tala um almennt. Þú veist greinilega heilan helling um gyðinga, og...

Re: Aftaka kvenna að hætti Múslíma

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nei ég er að svara Thulesol Þú sérð það ef þú klikkar á “fyrra álit”

Re: TTT - Breytingar jákvæðar eða slæmar? Part III

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það sem mér fannst vanta var uppgjörið á milli Gandalf og Saruman. Þar sem myndin heitir eftir bókinni en ekki t.d. Lord of the rings part 2 eða eitthvað í þá áttina, þá finnst mér undarlegt að geta bara valið að sleppa svona stóru atriði vegna þess að það myndi mögulega selja betur að hafa það í næstu mynd.

Re: Aftaka kvenna að hætti Múslíma

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég held að sýruglæpirnir séu algengastir í Bangladesh. En þeir eru ekki löglegir! Vandamálið er að það eru sjaldan vitni að þeim því að þeir eiga sér oft stað að nóttu til, s.s. sýrunni hellt inn um svefnherbergisglugga. Og kærumálið stenst ekki nema sést hafi til glæpamannsins.

Re: Aftaka kvenna að hætti Múslíma

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ert þú að tala um mig sem fáfróða manneskju (get ekki betur séð að þú sért að svara mér á undan)? Veistu hvað, ég þarf ekki að finna mig í svona skítkasti. Þó að þú hafir lesið hitt og þetta þá þýðir það ekki að allir aðrir en þú séu fáfróðir, því hvað veist þú um hvað ég hef lesið? Að þú veljir að kalla mig fáfróða, segir allt sem segja þarf um þína persónu!

Re: Gyðingar hafa engan grýtt í þúsundir ára og gerðu það bara á áratuga fresti fyrir þúsundum ára!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ertu nokkuð viss um að þú hafir lesið það sem ég skrifaði? Eða heldur þú kannski fyrirfram að allir sem svari þér séu með fordóma gegn gyðingum? Endilega ekki kalla mig lygara vegna einhvers sem ég hef ekki sagt, eða skrifað!!!!! Það sem ég var einfaldlega að benda á (og í fullum rétti) var að sharia lögin eru í sjálfu sér ekki öðruvísi en þriðja mósesbókin “Vandamálið eru jú öfgatrúarmúslimar sem líta á sharialögmálin sem lög og reglur. Svipað og þeir sem líta á þriðju Mósesbók sem lög og...

Re: Aftaka kvenna að hætti Múslíma

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sorry, en þessi grein þín er á heildina litið mjög hörð. Nú er sharia aðeins notað í örfáum löndum, og í þeim löndum er sharia ekki notuð sem allsherjarlög nema í enn færri af þeim. Ástæðan fyrir því að fólk hefur ekki verið að bregðast við þessu er einfaldlega vegna þess að þessi lönd hafa verið lokuð, Afghanistan er gott dæmi um það. Vandamálið eru jú öfgatrúarmúslimar sem líta á sharialögmálin sem lög og reglur. Svipað og þeir sem líta á þriðju Mósesbók sem lög og reglur. “Þeir ætla...

Re: Offita, misskilið vandamál

í Heilsa fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Í dag eru allir á bílum. Þannig að það eitt segir mikið um hreyfingarleysið. Áður fyrr gekk fólk eða hjólaði þangað sem það þurfti að fara, og það var ekkert sjálfgefið að konan á heimilinu væri með bílpróf. Þannig að eg stend fast á þeirri skoðun að fólk hreyfði sig meira áður fyrr.

Re: Burt með fituna

í Heilsa fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Einhvers staðar las ég að besti árangurinn næðist með því að hlaupa snemma á morgnana og á fastandi maga. Sennilega eitthvað til í því vegna þess að þá hefur líkaminn engu að brenna nema fitunni í/á líkamanum. Byrjaðu bara smátt og bættu svo við, það er mun betra heldur en öfugt.

Re: Offita, misskilið vandamál

í Heilsa fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nákvæmlega! Fólk grennist með því að viðhalda brunanum í líkamanum. Það skiptir síðan máli að borða fjölbreytt. Borða kjöt og fisk, fullt af próteinum, namminamm. Nammi, gosdrykkir, franskbrauðmeti og önnur ódýr orka er algjört eitur! Síðan er auðvitað ekki nóg að stunda þetta bara í tvær vikur og gefast svo upp. Ég held að fólk þurfi að undirbúa sig andlega með því að ákveða að breyta um lífsstíl til framtíðar. Getur þess vegna borgað sig að byrja hægt til þess að venjast þessari hollu...

Re: Offita, misskilið vandamál

í Heilsa fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Og ekki gleyma því að á þessum tíma, og þar til fyrir tæpum 20 árum síðan, þá var hreyfing hluti af daglegu lífi fólks. Í dag er hreyfing eitthvað sem fólk stundar þegar það er orðið of feitt, eða komið í mjög lélegt form. Eins og ég sé hlutina þá eru Íslendingar á góðri leið með að verða offituþjóð. Meðalþyngdin hefur stóraukist síðustu 20 ár með aukinni velmegun, írónískt ekki satt:)

Re: Húsakaup

í Heimilið fyrir 21 árum, 10 mánuðum
ok. Um að gera að skella sér á þetta. Það má alltaf henda 150.000 kalli í svona hús þegar ekki er meira að því og enda með flott hús, sem í leiðinni hækkar mikið í verði:)

Re: Húsakaup

í Heimilið fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þokkalega ódýrt! 545.000!!!! Þú skrifar að það þurfi að laga heilmikið, það stendur líka á síðunni. En hvernig lítur tilstandsrapporten út? Ég trúi varla að þetta sé gennemsnit verð fyrir hús af þessari stærð og þetta ungt á þessu svæði. Er örugglega ekkert stórt sem þarf að laga, þakið, sökklarnir, gluggarnir … ? En ef ekki, þá til hamingju!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok