Vona að þú sért að tala um framhaldsskóla, því að 6-15 ára krakkar hafa lítið upp úr því að þræla allt sumarfríið sitt annað en magasár. Ég vann sjálf frá ellefu ára aldri. Að vinna öll sín frí, helgar og kvöld er eitthvað sem kemst í vana, og er eitthvað sem samfélagið er orðið vant, of vant. Ætti maður ekki frekar að nota tímann til að sinna áhugamálum sínum, hitta vini og fjölskyldu og já ferðast? Auðvitað er gott að læra að vinna einhvern tímann, en þarf það að gerast strax á...