En hvað með alla Wolfenstein leikina sem komu í millitíðinni? Á eftir Wolfenstein3D kom Spear of Destiny og svona sex aðrir leikir áður en Return to castle Wolfenstein kom. Og hvað um leiki eins og Mortyr, Commandos, Hidden & Dangerous o.s.frv.? Þetta er að sjálfsögðu allt saman rugl, að banna þetta. Þetta er það nákvæmlega sama og þegar Postal kom út í USA. Hann snerist um það þegar póststarfsmenn í Chicago brjáluðust og skutu á kollega sína og saklausa borgara árið 1984. Hann var bannaður...