Lífsleiðin Leiðin liggur langan veg, kræklast um króka og mýrar. Fastur sit ég í stígavef, og liggja ei línurnar skýrar. Á vegamótum niður sest, og reyni að skýra hugann. Gömul speki gleymd er flest, í minnið komin glufan. Hvar eru markmiðin niður sett ? Hví heldur leiðinn vökum ? Nú skal upp á ermarnar brett, og lífið tekið tökum. Stend upp aftur með staf í hönd. Yfir mig kemur kraftur, Bíða mín brátt fjarlæg lönd, Bráin lyftist aftur. Stekk af stað en fer of geyst, steinn í fæti lendir....