Þeir höfðu umkringt Imuru, og hringsóluðu nú hægt umhverfis hana. Lág urr bárust frá dýrunum, sem létu glitta í flugbeittar vígtennurnar. Imuru fylgdist grannt með atferli þeirra. Hún vissi að hennar eina von var að sjá hver væri foringi þeirra, og höggva hann niður í fyrsta höggi, þá myndu hin flýja. Skyndilega sá hún það. Eitt dýrið gaut augunum að henni eldsnöggt, og í tunglsbirtunni spegluðust gullnir flekkir í augum dýrsins. Hún vissi að aðeins konungborin dýr báru þessa flekki. Áður en...